Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   mið 19. júní 2024 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld. 

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld tyllt sér á toppinn í deildinni um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Mjög erfitt að mæta Gróttu hérna á Seltjarnarnesinu og þetta er gott lið sem að þeir eru með hérna þannig að koma hingað og ná í þrjú stig er bara virkilega gott." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Eftir jafnan fyrri hálfleik voru heldur betur tíðindin í síðari hálfleik þar sem margt gerðist á stuttum tíma. 

„Það er rosa mikið sem að gerðist þarna á stuttum tíma. Mér fannst þetta fara upp í algjöra vitleysu og ég veit ekki alveg hver ástæðan þar er. Mér fannst þetta vera orðið svona eins og Svíarnir segja 'Hawaii football' því þetta var svona fram og tilbaka og allskonar action og enginn í stöðu og orðin algjör vitleysa hérna og svo koma mörkin í þessum mómentum og þá lítur þetta út fyrir að vera ennþá verra." 

„Þeir eru að klaga yfir því að þeir fengu ekki mark hérna þegar að aðstoðardómarinn er búin að flagga áður en að boltinn er kominn í markið hjá okkur svo hann sá að það var greinilega eitthvað þarna og ég veit ekki hvað þeir eru að væla yfir því en svo förum við bara í næstu sókn og við skorum 3-1 og auðvitað er miklu þægilegra að vera í 3-1 stöðu heldur en 2-1." 

„Mér fannst við bara gera virkilega vel. Við héldum fókus og héldum skipurlagi á því sem við vorum að gera. Auðvitað missum við Dominik útaf með annað gula spjaldið og við bara börðumst eins og ljón og ég er ógeðslega ánægður með 'attitute-ið' í leikmönnum að koma hingað og sérstaklega eftir að við duttum út í bikarnum á móti þeim hérna eins og okkur fannst óverðskuldað og okkur fannst bara komin okkar tími að sýna það að við erum betri en þetta lið."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner