Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 19. júní 2024 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld. 

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld tyllt sér á toppinn í deildinni um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Mjög erfitt að mæta Gróttu hérna á Seltjarnarnesinu og þetta er gott lið sem að þeir eru með hérna þannig að koma hingað og ná í þrjú stig er bara virkilega gott." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Eftir jafnan fyrri hálfleik voru heldur betur tíðindin í síðari hálfleik þar sem margt gerðist á stuttum tíma. 

„Það er rosa mikið sem að gerðist þarna á stuttum tíma. Mér fannst þetta fara upp í algjöra vitleysu og ég veit ekki alveg hver ástæðan þar er. Mér fannst þetta vera orðið svona eins og Svíarnir segja 'Hawaii football' því þetta var svona fram og tilbaka og allskonar action og enginn í stöðu og orðin algjör vitleysa hérna og svo koma mörkin í þessum mómentum og þá lítur þetta út fyrir að vera ennþá verra." 

„Þeir eru að klaga yfir því að þeir fengu ekki mark hérna þegar að aðstoðardómarinn er búin að flagga áður en að boltinn er kominn í markið hjá okkur svo hann sá að það var greinilega eitthvað þarna og ég veit ekki hvað þeir eru að væla yfir því en svo förum við bara í næstu sókn og við skorum 3-1 og auðvitað er miklu þægilegra að vera í 3-1 stöðu heldur en 2-1." 

„Mér fannst við bara gera virkilega vel. Við héldum fókus og héldum skipurlagi á því sem við vorum að gera. Auðvitað missum við Dominik útaf með annað gula spjaldið og við bara börðumst eins og ljón og ég er ógeðslega ánægður með 'attitute-ið' í leikmönnum að koma hingað og sérstaklega eftir að við duttum út í bikarnum á móti þeim hérna eins og okkur fannst óverðskuldað og okkur fannst bara komin okkar tími að sýna það að við erum betri en þetta lið."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner