Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mið 19. júní 2024 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld. 

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld tyllt sér á toppinn í deildinni um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Mjög erfitt að mæta Gróttu hérna á Seltjarnarnesinu og þetta er gott lið sem að þeir eru með hérna þannig að koma hingað og ná í þrjú stig er bara virkilega gott." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Eftir jafnan fyrri hálfleik voru heldur betur tíðindin í síðari hálfleik þar sem margt gerðist á stuttum tíma. 

„Það er rosa mikið sem að gerðist þarna á stuttum tíma. Mér fannst þetta fara upp í algjöra vitleysu og ég veit ekki alveg hver ástæðan þar er. Mér fannst þetta vera orðið svona eins og Svíarnir segja 'Hawaii football' því þetta var svona fram og tilbaka og allskonar action og enginn í stöðu og orðin algjör vitleysa hérna og svo koma mörkin í þessum mómentum og þá lítur þetta út fyrir að vera ennþá verra." 

„Þeir eru að klaga yfir því að þeir fengu ekki mark hérna þegar að aðstoðardómarinn er búin að flagga áður en að boltinn er kominn í markið hjá okkur svo hann sá að það var greinilega eitthvað þarna og ég veit ekki hvað þeir eru að væla yfir því en svo förum við bara í næstu sókn og við skorum 3-1 og auðvitað er miklu þægilegra að vera í 3-1 stöðu heldur en 2-1." 

„Mér fannst við bara gera virkilega vel. Við héldum fókus og héldum skipurlagi á því sem við vorum að gera. Auðvitað missum við Dominik útaf með annað gula spjaldið og við bara börðumst eins og ljón og ég er ógeðslega ánægður með 'attitute-ið' í leikmönnum að koma hingað og sérstaklega eftir að við duttum út í bikarnum á móti þeim hérna eins og okkur fannst óverðskuldað og okkur fannst bara komin okkar tími að sýna það að við erum betri en þetta lið."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner