Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   mið 19. júní 2024 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Gróttu á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld. 

Njarðvíkingar gátu með sigri í kvöld tyllt sér á toppinn í deildinni um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Mjög erfitt að mæta Gróttu hérna á Seltjarnarnesinu og þetta er gott lið sem að þeir eru með hérna þannig að koma hingað og ná í þrjú stig er bara virkilega gott." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Eftir jafnan fyrri hálfleik voru heldur betur tíðindin í síðari hálfleik þar sem margt gerðist á stuttum tíma. 

„Það er rosa mikið sem að gerðist þarna á stuttum tíma. Mér fannst þetta fara upp í algjöra vitleysu og ég veit ekki alveg hver ástæðan þar er. Mér fannst þetta vera orðið svona eins og Svíarnir segja 'Hawaii football' því þetta var svona fram og tilbaka og allskonar action og enginn í stöðu og orðin algjör vitleysa hérna og svo koma mörkin í þessum mómentum og þá lítur þetta út fyrir að vera ennþá verra." 

„Þeir eru að klaga yfir því að þeir fengu ekki mark hérna þegar að aðstoðardómarinn er búin að flagga áður en að boltinn er kominn í markið hjá okkur svo hann sá að það var greinilega eitthvað þarna og ég veit ekki hvað þeir eru að væla yfir því en svo förum við bara í næstu sókn og við skorum 3-1 og auðvitað er miklu þægilegra að vera í 3-1 stöðu heldur en 2-1." 

„Mér fannst við bara gera virkilega vel. Við héldum fókus og héldum skipurlagi á því sem við vorum að gera. Auðvitað missum við Dominik útaf með annað gula spjaldið og við bara börðumst eins og ljón og ég er ógeðslega ánægður með 'attitute-ið' í leikmönnum að koma hingað og sérstaklega eftir að við duttum út í bikarnum á móti þeim hérna eins og okkur fannst óverðskuldað og okkur fannst bara komin okkar tími að sýna það að við erum betri en þetta lið."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner