Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. september 2020 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhorfendabann á leikjum sem hefjast eftir klukkan 14 í dag
Einungis starfsmenn á leiknum mega vera í stúkunni.
Einungis starfsmenn á leiknum mega vera í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Stjórn KSÍ hefur ákveðið að að allir leikir á vegum KSÍ fari fram án áhorfenda þar til annað verður ákveðið og nær þessi ákvörðun til leikja sem hefjast eftir kl.14:00 í dag, laugardaginn 19. september," segir í færslu KSÍ á samfélagsmiðlinum Twitter.

Tilkynningin kom inn á heimasíðu KSÍ núna rétt eftir klukkan hálft tvö. HSÍ og KKÍ höfðu áður tilkynnt um að áhorfendir yrðu ekki leyfðir á viðbörðum um helgina.

Frétt KSÍ:
Leikið án áhorfenda


Að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn KSÍ ákveðið að að allir leikir í öllum flokkum og aðrir viðburðir á vegum KSÍ fari fram án áhorfenda þar til annað verður ákveðið og nær þessi ákvörðun til leikja sem hefjast eftir kl.14:00 í dag, laugardaginn 19. september. Staðan verður endurmetin á mánudagsmorgunn í samráði við yfirvöld og framhaldið ákveðið og tilkynnt eins fljótt og mögulegt verður.

Leikur Fjölnis og KA í Pepsi Max-deildinni hefst klukkan 14:00 á Extra-vellinum. Áhorfendabannið tekur gildi á leikjum sem hefjast klukkan 14:01 og síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner