Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 19. september 2022 22:32
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Nik: Gætum alveg eins gefið þeim boxhanska og sleppt þeim bara lausum
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin áttust við á Samsungvellinum í Garðabæ. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar gat þó týnt til jákvæða punkta úr leik liðsins.

„Fyrir utan sirka 15 mínútur í fyrri hálfleik eftir að Stjarnan skoraði, þá fannst mér við spila vel. Við sköpuðum færi, við héldum boltanum mjög vel og við vörðumst stöðugum sóknaraðgerðum þeirra í seinni hálfleik mjög vel, fyrir utan kannski mögulegu vítaspyrnuna. En já, mér fannst við gera vel í kvöld."

Þróttur byrjaði leikinn af krafti og sóttu hart fyrstu 10 mínútur leiksins. Það hefði mögulega breytt leiknum ef Þróttur hefði komist yfir í byrjun leiks.

„Klárlega. Eins og ég sagði við stelpurnar. Undanfarin tvö tímabil höfum við sennilega lent í því að hlutirnir hafa dottið okkar megin og við verið heppin, þannig þetta eru sveiflur og við erum núna á svolítið slæmum hring sem við þurfum að vera andlega sterk til að komast í gegnum."


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Þróttur R.

Nik hefur fyrr í sumar gagnrýnt dómgæsluna í deildinni og kallað eftir því að dómarar lyfti gulu spjöldunum oftar. Hann var svekktur með dómgæsluna í kvöld.

„Aftur, þetta eru bara vonbrigði. Ég meina Lorena fær gult spjald sem er algjört gult spjald en Sædís gerir nákvæmlega það sama snemma í fyrri hálfleik og ekkert. Og það breytir gangi leiksins. Vegna þess að nú keyrir Dani á hana þegar hún á hugsanlega að vera með gult spjald, Betsy það sama, og þetta er bara orðinn það mikill líkamlegur bardagi að það er alveg að komast á það stig að við gætum alveg eins gefið þeim boxhanska og sleppt þeim bara lausum til að sjá hvað gerist."

„Líka bara samræmið, aftur, þetta er bara mjög lélegt. KSÍ þarf að setjast niður og við þurfum að gera eitthvað í þessu, koma saman sem þjálfarar. En þetta er ekki nógu gott." sagði Nik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner