Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
   mán 19. september 2022 22:32
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Nik: Gætum alveg eins gefið þeim boxhanska og sleppt þeim bara lausum
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin áttust við á Samsungvellinum í Garðabæ. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar gat þó týnt til jákvæða punkta úr leik liðsins.

„Fyrir utan sirka 15 mínútur í fyrri hálfleik eftir að Stjarnan skoraði, þá fannst mér við spila vel. Við sköpuðum færi, við héldum boltanum mjög vel og við vörðumst stöðugum sóknaraðgerðum þeirra í seinni hálfleik mjög vel, fyrir utan kannski mögulegu vítaspyrnuna. En já, mér fannst við gera vel í kvöld."

Þróttur byrjaði leikinn af krafti og sóttu hart fyrstu 10 mínútur leiksins. Það hefði mögulega breytt leiknum ef Þróttur hefði komist yfir í byrjun leiks.

„Klárlega. Eins og ég sagði við stelpurnar. Undanfarin tvö tímabil höfum við sennilega lent í því að hlutirnir hafa dottið okkar megin og við verið heppin, þannig þetta eru sveiflur og við erum núna á svolítið slæmum hring sem við þurfum að vera andlega sterk til að komast í gegnum."


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Þróttur R.

Nik hefur fyrr í sumar gagnrýnt dómgæsluna í deildinni og kallað eftir því að dómarar lyfti gulu spjöldunum oftar. Hann var svekktur með dómgæsluna í kvöld.

„Aftur, þetta eru bara vonbrigði. Ég meina Lorena fær gult spjald sem er algjört gult spjald en Sædís gerir nákvæmlega það sama snemma í fyrri hálfleik og ekkert. Og það breytir gangi leiksins. Vegna þess að nú keyrir Dani á hana þegar hún á hugsanlega að vera með gult spjald, Betsy það sama, og þetta er bara orðinn það mikill líkamlegur bardagi að það er alveg að komast á það stig að við gætum alveg eins gefið þeim boxhanska og sleppt þeim bara lausum til að sjá hvað gerist."

„Líka bara samræmið, aftur, þetta er bara mjög lélegt. KSÍ þarf að setjast niður og við þurfum að gera eitthvað í þessu, koma saman sem þjálfarar. En þetta er ekki nógu gott." sagði Nik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner