Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 19. september 2022 22:32
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Nik: Gætum alveg eins gefið þeim boxhanska og sleppt þeim bara lausum
Kvenaboltinn
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin áttust við á Samsungvellinum í Garðabæ. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar gat þó týnt til jákvæða punkta úr leik liðsins.

„Fyrir utan sirka 15 mínútur í fyrri hálfleik eftir að Stjarnan skoraði, þá fannst mér við spila vel. Við sköpuðum færi, við héldum boltanum mjög vel og við vörðumst stöðugum sóknaraðgerðum þeirra í seinni hálfleik mjög vel, fyrir utan kannski mögulegu vítaspyrnuna. En já, mér fannst við gera vel í kvöld."

Þróttur byrjaði leikinn af krafti og sóttu hart fyrstu 10 mínútur leiksins. Það hefði mögulega breytt leiknum ef Þróttur hefði komist yfir í byrjun leiks.

„Klárlega. Eins og ég sagði við stelpurnar. Undanfarin tvö tímabil höfum við sennilega lent í því að hlutirnir hafa dottið okkar megin og við verið heppin, þannig þetta eru sveiflur og við erum núna á svolítið slæmum hring sem við þurfum að vera andlega sterk til að komast í gegnum."


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Þróttur R.

Nik hefur fyrr í sumar gagnrýnt dómgæsluna í deildinni og kallað eftir því að dómarar lyfti gulu spjöldunum oftar. Hann var svekktur með dómgæsluna í kvöld.

„Aftur, þetta eru bara vonbrigði. Ég meina Lorena fær gult spjald sem er algjört gult spjald en Sædís gerir nákvæmlega það sama snemma í fyrri hálfleik og ekkert. Og það breytir gangi leiksins. Vegna þess að nú keyrir Dani á hana þegar hún á hugsanlega að vera með gult spjald, Betsy það sama, og þetta er bara orðinn það mikill líkamlegur bardagi að það er alveg að komast á það stig að við gætum alveg eins gefið þeim boxhanska og sleppt þeim bara lausum til að sjá hvað gerist."

„Líka bara samræmið, aftur, þetta er bara mjög lélegt. KSÍ þarf að setjast niður og við þurfum að gera eitthvað í þessu, koma saman sem þjálfarar. En þetta er ekki nógu gott." sagði Nik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner