Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mán 19. september 2022 22:32
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Nik: Gætum alveg eins gefið þeim boxhanska og sleppt þeim bara lausum
Kvenaboltinn
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin áttust við á Samsungvellinum í Garðabæ. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar gat þó týnt til jákvæða punkta úr leik liðsins.

„Fyrir utan sirka 15 mínútur í fyrri hálfleik eftir að Stjarnan skoraði, þá fannst mér við spila vel. Við sköpuðum færi, við héldum boltanum mjög vel og við vörðumst stöðugum sóknaraðgerðum þeirra í seinni hálfleik mjög vel, fyrir utan kannski mögulegu vítaspyrnuna. En já, mér fannst við gera vel í kvöld."

Þróttur byrjaði leikinn af krafti og sóttu hart fyrstu 10 mínútur leiksins. Það hefði mögulega breytt leiknum ef Þróttur hefði komist yfir í byrjun leiks.

„Klárlega. Eins og ég sagði við stelpurnar. Undanfarin tvö tímabil höfum við sennilega lent í því að hlutirnir hafa dottið okkar megin og við verið heppin, þannig þetta eru sveiflur og við erum núna á svolítið slæmum hring sem við þurfum að vera andlega sterk til að komast í gegnum."


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Þróttur R.

Nik hefur fyrr í sumar gagnrýnt dómgæsluna í deildinni og kallað eftir því að dómarar lyfti gulu spjöldunum oftar. Hann var svekktur með dómgæsluna í kvöld.

„Aftur, þetta eru bara vonbrigði. Ég meina Lorena fær gult spjald sem er algjört gult spjald en Sædís gerir nákvæmlega það sama snemma í fyrri hálfleik og ekkert. Og það breytir gangi leiksins. Vegna þess að nú keyrir Dani á hana þegar hún á hugsanlega að vera með gult spjald, Betsy það sama, og þetta er bara orðinn það mikill líkamlegur bardagi að það er alveg að komast á það stig að við gætum alveg eins gefið þeim boxhanska og sleppt þeim bara lausum til að sjá hvað gerist."

„Líka bara samræmið, aftur, þetta er bara mjög lélegt. KSÍ þarf að setjast niður og við þurfum að gera eitthvað í þessu, koma saman sem þjálfarar. En þetta er ekki nógu gott." sagði Nik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner