Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 19. september 2022 22:32
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Nik: Gætum alveg eins gefið þeim boxhanska og sleppt þeim bara lausum
Kvenaboltinn
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin áttust við á Samsungvellinum í Garðabæ. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar gat þó týnt til jákvæða punkta úr leik liðsins.

„Fyrir utan sirka 15 mínútur í fyrri hálfleik eftir að Stjarnan skoraði, þá fannst mér við spila vel. Við sköpuðum færi, við héldum boltanum mjög vel og við vörðumst stöðugum sóknaraðgerðum þeirra í seinni hálfleik mjög vel, fyrir utan kannski mögulegu vítaspyrnuna. En já, mér fannst við gera vel í kvöld."

Þróttur byrjaði leikinn af krafti og sóttu hart fyrstu 10 mínútur leiksins. Það hefði mögulega breytt leiknum ef Þróttur hefði komist yfir í byrjun leiks.

„Klárlega. Eins og ég sagði við stelpurnar. Undanfarin tvö tímabil höfum við sennilega lent í því að hlutirnir hafa dottið okkar megin og við verið heppin, þannig þetta eru sveiflur og við erum núna á svolítið slæmum hring sem við þurfum að vera andlega sterk til að komast í gegnum."


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Þróttur R.

Nik hefur fyrr í sumar gagnrýnt dómgæsluna í deildinni og kallað eftir því að dómarar lyfti gulu spjöldunum oftar. Hann var svekktur með dómgæsluna í kvöld.

„Aftur, þetta eru bara vonbrigði. Ég meina Lorena fær gult spjald sem er algjört gult spjald en Sædís gerir nákvæmlega það sama snemma í fyrri hálfleik og ekkert. Og það breytir gangi leiksins. Vegna þess að nú keyrir Dani á hana þegar hún á hugsanlega að vera með gult spjald, Betsy það sama, og þetta er bara orðinn það mikill líkamlegur bardagi að það er alveg að komast á það stig að við gætum alveg eins gefið þeim boxhanska og sleppt þeim bara lausum til að sjá hvað gerist."

„Líka bara samræmið, aftur, þetta er bara mjög lélegt. KSÍ þarf að setjast niður og við þurfum að gera eitthvað í þessu, koma saman sem þjálfarar. En þetta er ekki nógu gott." sagði Nik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner