Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   lau 19. október 2019 13:26
Ívan Guðjón Baldursson
England: Gylfi kom af bekknum og skoraði
Everton 2 - 0 West Ham
1-0 Bernard ('17)
2-0 Gylfi Þór Sigurðsson

Everton hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í ár og ákvað Marco Silva að hrista upp í byrjunarliðinu fyrir leik dagsins gegn West Ham.

Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn úr liðinu og Alex Iwobi spilaði í holunni í hans stað.

Sú lausn virtist henta Everton vel í dag þar sem liðið sýndi mikla yfirburði gegn slöku liði Hamranna.

Heimamönnum tókst þó aðeins að skora eitt mark í venjulegum leiktíma og það gerði Bernard eftir 17 mínútur. Hann fékk þá góða sendingu frá Theo Walcott, náði að losa sig við varnarmann með skemmtilegum snúningum og skoraði í nærhornið.

Gylfa var skipt inn á 87. mínútu og lét til sín taka, enda ekki vanur að sitja svo lengi á varamannabekk. Hann tvöfaldaði forystuna og innsiglaði sigurinn með stórkostlegu skoti utan teigs.

Hann gabbaði varnarmann gestanna, Jack Wilshere, upp úr skónum og smurði knettinum í netið. Hans fyrsta deildarmark á tímabilinu.

Everton hafði tapað fjórum úrvalsdeildarleikjum í röð og er komið upp í 10 stig með sigrinum. West Ham er áfram með 12 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner