Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mán 19. október 2020 18:13
Magnús Már Einarsson
KSÍ fundar aftur á morgun - Ákvörðun um mótið tilkynnt í kjölfarið
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ fundaði nú síðdegis um framhald Íslandsmótsins í fótbolta en mótið hefur verið í pásu síðan 7.október síðastliðinn vegna kórónuveiru faraldursins.

Ný reglugerð heilbrigðisráðuneytisins tekur gildi á morgun en þar eru íþróttir með snertingum bannaðar á höfuðborgarsvæðinu á meðan æfingar og leikir eru leyfðir á landsbyggðinni. Ný reglugerð gildir næstu tvær eða þrjár vikurnar og því ljóst að ekkert verður spilað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi í nóvember.

Stjórn KSÍ fundaði síðdegis í dag og ákveðið var að blása á annan fund á morgun þar sem endanleg ákvörðun verður tekin um framhald mótsins.

„Það er verður framhaldsfundur í hádeginu á morgun og við klárum málið þá," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

„Við fórum vel yfir málið. Það þarf að fara yfir margt og við þurfum aðeins lengri tíma en við klárum þetta á morgun," sagði Guðni en fundurinn verður í hádeginu og ákvörðun KSÍ verður í kjölfarið tilkynnt um eftirmiðdaginn að sögn Guðna.
Athugasemdir
banner
banner
banner