Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   sun 19. október 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dyche í viðræðum við Forest - Marco Silva mjög dýr
Mynd: EPA
Nottingham Forest er í stjóraleit eftir að Ange Postecoglou var rekinn í gær eftir átta leiki undir stjórn félagsins. Hann tók við af Nuno Espirito Santo sem var rekinn fyrr á tímabilinu.

Roberto Mancini, fyrrum stjóri Man City, Inter og ítalska landsliðsins, var orðaður við félagið í gær.

Sky Sports segir frá því að Forest sé í viðræðum við Sean Dyche sem var rekinn frá Everton í janúar.

Marco Silva, stjóri Fulham, er einnig spennandi kostur fyrir félagið en talið er að Fulham vilji fá of háa upphæð fyrir hann. Sky á Ítalíu segir að Forest hafi sýnt Luciano Spelletti áhuga en hann er ekki inn í myndinni lengur.
Athugasemdir