Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   fim 19. nóvember 2020 20:39
Victor Pálsson
Gunnar Heiðar framlengir við KFS (Staðfest)
Mynd: ÍBV
Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun halda áfram með lið KFS í 3. deildinni næsta sumar en þetta kemur fram á vef ÍBV í kvöld.

Gunnar er fyrrum landsliðsmaður Íslands en hann gerði vel með KFS á árinu og kom liðinu upp úr 4. deildinni.

Í tilkynningu ÍBV kemur fram að stjórn félagsins sé mjög ánægð með störf Gunnars sem skrifar undir eins árs samning í kvöld.

Gunnar lék á sínum tíma 24 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim fimm mörk.

Tilkynning ÍBV:

Gaman er að segja frá því að Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skrifað undir árs samning sem þjálfari KFS. Frumraun Gunnars gekk æði vel í sumar er hann stýrði KFS upp úr 4. deildinni og var mikil og góð stemning í liðinu.

Framundan er tímabil í 3. deild og verður gaman að fylgjast með KFS deild ofar. Knattspyrnuráð ÍBV og stjórn KFS hafa verið afar ánægð með samstarf liðanna og störf Gunnars sem þjálfara.

Áfram KFS!
Athugasemdir