Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   sun 19. nóvember 2023 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Åge Hareide í leiknum í kvöld
Åge Hareide í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn stóð sig vel
Hákon Rafn stóð sig vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, telur sig hafa fundið formúluna að árangri liðsins, en þetta sagði hann við Fótbolta.net eftir 2-0 tapið gegn Portúgal í lokaleiknum í J-riðli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Varnarleikur íslenska liðið var þéttur. Öll vörnin spilaði afar vel þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki alveg sagt til um það, en Sverrir Ingi var þar sérstaklega áberandi.

Norski þjálfarinn sá margt jákvætt í leiknum og telur sig hafa fundið þá formúlu sem mun virka.

„Algerlega. Mér fannst þeir verjast mjög vel og við hefðum getað skorað undir lokin, þannig mér fannst allir sem komu að leiknum gera vel. Við vorum að spila við eitt besta lið Evrópu og held að við höfum fundið formúluna, svona ef við hugsum um umspilið í mars, það er að segja ef við höldum í þetta kerfi og hvernig við verjumst. Við þurfum bara að vera skarpari þegar við vinnum boltann og skilvirkari.“

„Ég er mjög ánægður með marga leikmenn, sérstaklega ungu leikmennina, en líka Sverri og Victor (Guðlaug Victor). Þeir vörðust vel með markverðinu sem átti góðan leik. Ég var ánægður með Hákon og við fundum það sem við vorum að leita að. Liðsandinn, skipulagið og hvernig á að vinna saman. Við eigum svo menn eins og Hákon, Gylfa og kannski Albert inni. Þetta lítur vel út,“
sagði Hareide.

Eins og hann talaði um þá spiluðu margir vel og samkeppnin því orðin meiri.

„Við þurfum þetta. Við eigum ekki svo marga leikmenn til að velja úr en góða leikmenn. Við skiptum fjórum mönnum og liðið varð sterkara, sem er auðvitað frábært fyrir mig sem þjálfara.“

Næsta verkefni Íslands er í janúar en það er ekki opinber landsleikjagluggi. Því munum við sjá marga leikmenn koma úr deildum á Norðurlöndunum og er það frábært tækifæri til að fá að skoða aðra hæfileikaríka stráka. Næst á eftir því kemur umspilið þar sem Ísland mun líklegast mæta Ísrael eða Wales.

„Við vonandi fáum marga af þessum leikmönnum með okkur til Bandaríkjanna í janúar. Að minnsta kosti fjórir eða fimm sem spiluðu í kvöld og svo skoðum við aðra hæfileikaríka leikmenn sem geta barist um sæti í hópnum,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner