Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   sun 19. nóvember 2023 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
watermark Åge Hareide í leiknum í kvöld
Åge Hareide í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Hákon Rafn stóð sig vel
Hákon Rafn stóð sig vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, telur sig hafa fundið formúluna að árangri liðsins, en þetta sagði hann við Fótbolta.net eftir 2-0 tapið gegn Portúgal í lokaleiknum í J-riðli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Varnarleikur íslenska liðið var þéttur. Öll vörnin spilaði afar vel þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki alveg sagt til um það, en Sverrir Ingi var þar sérstaklega áberandi.

Norski þjálfarinn sá margt jákvætt í leiknum og telur sig hafa fundið þá formúlu sem mun virka.

„Algerlega. Mér fannst þeir verjast mjög vel og við hefðum getað skorað undir lokin, þannig mér fannst allir sem komu að leiknum gera vel. Við vorum að spila við eitt besta lið Evrópu og held að við höfum fundið formúluna, svona ef við hugsum um umspilið í mars, það er að segja ef við höldum í þetta kerfi og hvernig við verjumst. Við þurfum bara að vera skarpari þegar við vinnum boltann og skilvirkari.“

„Ég er mjög ánægður með marga leikmenn, sérstaklega ungu leikmennina, en líka Sverri og Victor (Guðlaug Victor). Þeir vörðust vel með markverðinu sem átti góðan leik. Ég var ánægður með Hákon og við fundum það sem við vorum að leita að. Liðsandinn, skipulagið og hvernig á að vinna saman. Við eigum svo menn eins og Hákon, Gylfa og kannski Albert inni. Þetta lítur vel út,“
sagði Hareide.

Eins og hann talaði um þá spiluðu margir vel og samkeppnin því orðin meiri.

„Við þurfum þetta. Við eigum ekki svo marga leikmenn til að velja úr en góða leikmenn. Við skiptum fjórum mönnum og liðið varð sterkara, sem er auðvitað frábært fyrir mig sem þjálfara.“

Næsta verkefni Íslands er í janúar en það er ekki opinber landsleikjagluggi. Því munum við sjá marga leikmenn koma úr deildum á Norðurlöndunum og er það frábært tækifæri til að fá að skoða aðra hæfileikaríka stráka. Næst á eftir því kemur umspilið þar sem Ísland mun líklegast mæta Ísrael eða Wales.

„Við vonandi fáum marga af þessum leikmönnum með okkur til Bandaríkjanna í janúar. Að minnsta kosti fjórir eða fimm sem spiluðu í kvöld og svo skoðum við aðra hæfileikaríka leikmenn sem geta barist um sæti í hópnum,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner