Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
   sun 19. nóvember 2023 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Åge Hareide í leiknum í kvöld
Åge Hareide í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn stóð sig vel
Hákon Rafn stóð sig vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, telur sig hafa fundið formúluna að árangri liðsins, en þetta sagði hann við Fótbolta.net eftir 2-0 tapið gegn Portúgal í lokaleiknum í J-riðli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Varnarleikur íslenska liðið var þéttur. Öll vörnin spilaði afar vel þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki alveg sagt til um það, en Sverrir Ingi var þar sérstaklega áberandi.

Norski þjálfarinn sá margt jákvætt í leiknum og telur sig hafa fundið þá formúlu sem mun virka.

„Algerlega. Mér fannst þeir verjast mjög vel og við hefðum getað skorað undir lokin, þannig mér fannst allir sem komu að leiknum gera vel. Við vorum að spila við eitt besta lið Evrópu og held að við höfum fundið formúluna, svona ef við hugsum um umspilið í mars, það er að segja ef við höldum í þetta kerfi og hvernig við verjumst. Við þurfum bara að vera skarpari þegar við vinnum boltann og skilvirkari.“

„Ég er mjög ánægður með marga leikmenn, sérstaklega ungu leikmennina, en líka Sverri og Victor (Guðlaug Victor). Þeir vörðust vel með markverðinu sem átti góðan leik. Ég var ánægður með Hákon og við fundum það sem við vorum að leita að. Liðsandinn, skipulagið og hvernig á að vinna saman. Við eigum svo menn eins og Hákon, Gylfa og kannski Albert inni. Þetta lítur vel út,“
sagði Hareide.

Eins og hann talaði um þá spiluðu margir vel og samkeppnin því orðin meiri.

„Við þurfum þetta. Við eigum ekki svo marga leikmenn til að velja úr en góða leikmenn. Við skiptum fjórum mönnum og liðið varð sterkara, sem er auðvitað frábært fyrir mig sem þjálfara.“

Næsta verkefni Íslands er í janúar en það er ekki opinber landsleikjagluggi. Því munum við sjá marga leikmenn koma úr deildum á Norðurlöndunum og er það frábært tækifæri til að fá að skoða aðra hæfileikaríka stráka. Næst á eftir því kemur umspilið þar sem Ísland mun líklegast mæta Ísrael eða Wales.

„Við vonandi fáum marga af þessum leikmönnum með okkur til Bandaríkjanna í janúar. Að minnsta kosti fjórir eða fimm sem spiluðu í kvöld og svo skoðum við aðra hæfileikaríka leikmenn sem geta barist um sæti í hópnum,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner