Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 19. nóvember 2023 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Åge Hareide í leiknum í kvöld
Åge Hareide í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn stóð sig vel
Hákon Rafn stóð sig vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, telur sig hafa fundið formúluna að árangri liðsins, en þetta sagði hann við Fótbolta.net eftir 2-0 tapið gegn Portúgal í lokaleiknum í J-riðli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Varnarleikur íslenska liðið var þéttur. Öll vörnin spilaði afar vel þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki alveg sagt til um það, en Sverrir Ingi var þar sérstaklega áberandi.

Norski þjálfarinn sá margt jákvætt í leiknum og telur sig hafa fundið þá formúlu sem mun virka.

„Algerlega. Mér fannst þeir verjast mjög vel og við hefðum getað skorað undir lokin, þannig mér fannst allir sem komu að leiknum gera vel. Við vorum að spila við eitt besta lið Evrópu og held að við höfum fundið formúluna, svona ef við hugsum um umspilið í mars, það er að segja ef við höldum í þetta kerfi og hvernig við verjumst. Við þurfum bara að vera skarpari þegar við vinnum boltann og skilvirkari.“

„Ég er mjög ánægður með marga leikmenn, sérstaklega ungu leikmennina, en líka Sverri og Victor (Guðlaug Victor). Þeir vörðust vel með markverðinu sem átti góðan leik. Ég var ánægður með Hákon og við fundum það sem við vorum að leita að. Liðsandinn, skipulagið og hvernig á að vinna saman. Við eigum svo menn eins og Hákon, Gylfa og kannski Albert inni. Þetta lítur vel út,“
sagði Hareide.

Eins og hann talaði um þá spiluðu margir vel og samkeppnin því orðin meiri.

„Við þurfum þetta. Við eigum ekki svo marga leikmenn til að velja úr en góða leikmenn. Við skiptum fjórum mönnum og liðið varð sterkara, sem er auðvitað frábært fyrir mig sem þjálfara.“

Næsta verkefni Íslands er í janúar en það er ekki opinber landsleikjagluggi. Því munum við sjá marga leikmenn koma úr deildum á Norðurlöndunum og er það frábært tækifæri til að fá að skoða aðra hæfileikaríka stráka. Næst á eftir því kemur umspilið þar sem Ísland mun líklegast mæta Ísrael eða Wales.

„Við vonandi fáum marga af þessum leikmönnum með okkur til Bandaríkjanna í janúar. Að minnsta kosti fjórir eða fimm sem spiluðu í kvöld og svo skoðum við aðra hæfileikaríka leikmenn sem geta barist um sæti í hópnum,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner