Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. desember 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Miedema lengi frá - Ekki með Hollandi á HM
Mynd: EPA
Vivianne Miedema, sóknarmaður Arsenal, sleit krossbönd í 1-0 tapi gegn Lyon í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Hún mun gangast undir aðgerð á komandi dögum og ljóst að hún verður ekki með Hollandi á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.

Miedema, sem er 26 ára, segir á samfélagsmiðlum að hún sé algjörlega miður sín, hún hafi fundið það strax að meiðslin væri alvarleg.

„Það eru svo margir hlutir sem fljúga í gegnum huga manns. Ég get ekki hjálpað liðinu mínu meira á þessu tímabili, fer ekki á HM, framundan er aðgerð og erfið endurhæfing," segir Miedema.

Holland var í riðli með Íslandi í undankeppni HM og vann riðilinn. Ísland fór í umspil en tapaði og verður ekki með á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner