Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. febrúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Fellur Werder Bremen óvænt?
Werder Bremen hefur gengið illa í vetur.
Werder Bremen hefur gengið illa í vetur.
Mynd: Getty Images
Hinn 41 árs gamli Claudio Pizarro er ennþá að spila með Werder Bremen.
Hinn 41 árs gamli Claudio Pizarro er ennþá að spila með Werder Bremen.
Mynd: Getty Images
Florian Kohfeldt þjálfari Werder Bremen er ennþá með stuðning.
Florian Kohfeldt þjálfari Werder Bremen er ennþá með stuðning.
Mynd: Getty Images
Werder Bremen er það félag sem hefur spilað flesta leiki i þýsku Bundesligunni frá upphafi en félagið hefur spilað öll tímabil þar fyrir utan tímabilið 1980/1981. Mikil hætta er hins vegar á því að félagið missi sæti sitt í Bundesligunni í vor. Í augnablikinu er Werder Bremen í næstneðsta sæti í deildinni, fimm stigum frá öruggu sæti.

Werder Bremen gæti því fallið líkt og Hamburg gerði síðastliðið vor en það var í fyrsta skipti sem Hamburg féll um deild. Werder Bremen hefur tapað átta af síðustu tíu leikjum í deildinni og sjálfstraustið hjá liðinu er lítið. Fallbarátta var eitthvað sem enginn hjá Werder Bremen bjóst við fyrir tímabilið.

„Enginn bjóst við falli. Markmiðið var að komast í Evrópukeppni," sagði Christoph Bahr, fréttamaður hjá Weser Kurier.

Werder Bremen varð þýskur meistari árið 2004 og félagið var í Evróukeppni á síðasta tímabili og var stigi frá Evrópusæti síðastliðið vor. Núna er liðið með lélegustu vörnina í þýsku Bundesligunni og það tapaði 3-0 gegn RB Leipzig um síðustu helgi.

Átta mörk á heimavelli
Hvað hefur klikkað? Félagið seldi framherjann og fyrirliðann Max Kruse til Fenerbahce síðastliðið sumar og illa hefur gengið að fylla hans skarð. Hinn 41 árs gamli Claudio Pizarro kom í fjórða skipti til Werder Bremen sumarið 2018 en hann hefur ekki skorað í fjórtán leikjum í vetur.

Undanfarnar vikur hafa meiðsli leikið lið Werder Bremen grátt og allt að tíu byrjunarliðsmenn hafa verið á meiðslalistanum á sama tíma.

Werder Bremen hefur tapað fimm heimaleikjum í röð en mörkin á heimavelli í vetur eru einungis átta og lítið bendir til þess að liðið sé að fara að snúa gengi sínu við. Dieter Eilts, fyrrum leikmaður Wolfsburg, lýsti ástandinu í viðtali á dögunum.

„Miðjumennirnir biðja ekki um boltann. Allir eru að hugsa um sjálfa sig í stað þess að hjálpa öðrum. Það er mjög augljóst. Það vantar sjálfstraust og margir leikmenn vilja ekki fá boltann," sagði Eilts.

Áhyggjur af framtíðinni
Florian Kohfeldt, þjálfari Werder Bremen, hefur ennþá fullan stuðning til að snúa genginu við en hann hefur stýrt liðinu síðan 2017. Þjálfaraskipti virðast ekki vera í kortunum. Stuðningsmenn Werder Bremen hafa hins vegar miklar áhyggjur af framtíðinni.

„Það eru alvöru áhyggjur af því að ef Werder Bremen fellur þá muni liðið ekki snúa aftur í Bundesliguna. Stór félög eins og Kaiserslautern hafa lent í vandræðum eftir að hafa fallið. Það er viðvörun um það sem gæti gerst," sagði Bahr.

Hér má lesa ítarleaga grein Sky um vandræði Werder Bremen
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner