Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 20. apríl 2024 19:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttast að Jóhannes sé brotinn - Á leið á sjúkrahús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, var borinn af velli í upphafi seinni hálfleiks gegn Fram í dag. Jóhannes er byrjunarliðsmaður í liði KR, hefur byrjað alla þrjá leiki liðsins.

Fred var að pressa Jóa, eins og Jóhannes er oftast kallaður, á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en steig að því er virtist óviljandi á KR-inginn. Jói reyndi að halda leik áfram en varð að fara af velli skömmu síðar. Óttast er að Jói sé brotinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

Gregg Ryder, þjálfari KR, var spurður út í Jóa í viðtali eftir leikinn. „Hann meiddist á fæti eftir högg, við þurfum að láta skoða það. Það er allt sem við vitum á þessum tímapunkti." Viðtalið við Gregg verður birt í heild sinni seinna í kvöld.

Þegar fréttaritari fór úr Laugardalnum var kominn sjúkrabíll og átti að láta skoða Jóa betur.

Jóhannes er fæddur árið 2005, er uppalinn í KR en var hjá Norrköping áður en hann svo sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil. Hann á að baki 20 leiki fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner