Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, var borinn af velli í upphafi seinni hálfleiks gegn Fram í dag. Jóhannes er byrjunarliðsmaður í liði KR, hefur byrjað alla þrjá leiki liðsins.
Fred var að pressa Jóa, eins og Jóhannes er oftast kallaður, á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en steig að því er virtist óviljandi á KR-inginn. Jói reyndi að halda leik áfram en varð að fara af velli skömmu síðar. Óttast er að Jói sé brotinn.
Fred var að pressa Jóa, eins og Jóhannes er oftast kallaður, á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en steig að því er virtist óviljandi á KR-inginn. Jói reyndi að halda leik áfram en varð að fara af velli skömmu síðar. Óttast er að Jói sé brotinn.
Lestu um leikinn: KR 0 - 1 Fram
Gregg Ryder, þjálfari KR, var spurður út í Jóa í viðtali eftir leikinn. „Hann meiddist á fæti eftir högg, við þurfum að láta skoða það. Það er allt sem við vitum á þessum tímapunkti." Viðtalið við Gregg verður birt í heild sinni seinna í kvöld.
Þegar fréttaritari fór úr Laugardalnum var kominn sjúkrabíll og átti að láta skoða Jóa betur.
Jóhannes er fæddur árið 2005, er uppalinn í KR en var hjá Norrköping áður en hann svo sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil. Hann á að baki 20 leiki fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir