Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 17:46
Ívan Guðjón Baldursson
Leiknisvöllur er orðinn Domusnova völlurinn
Óskar Már Alfreðsson hjá Domusnova og Helgi Óttarr Hafseinsson, framkvæmdastjóri Leiknis, handsala samninginn.
Óskar Már Alfreðsson hjá Domusnova og Helgi Óttarr Hafseinsson, framkvæmdastjóri Leiknis, handsala samninginn.
Mynd: Leiknir
Leiknir í Breiðholti sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem tilkynnt var um breytingu á nafni Leiknisvallar. Domusnova fasteignasala er komin í samstarf við Leikni og mun völlurinn hér eftir heita Domusnova völlurinn.

Fyrsti leikur Leiknis á vellinum með nýja nafnið er gegn Fram á morgun en liðið á enn möguleika á að komast upp í Pepsi Max-deildina.

Fréttatilkynning
Leiknisvöllur er orðinn Domusnova völlurinn

Í dag gerðu íþróttafélagið Leiknir og Domusnova fasteignasala samning um að Leiknisvöllur muni bera nafnið Domusnova völlurinn.

Samningurinn var handsalaður á sjálfum vellinum sem staðsettur er í hjarta Breiðholtsins en fyrsti leikurinn á honum eftir nafnabreytinguna er stórleikur Leiknis og Fram í lokaumferð Inkasso-deildarinnar sem verður á morgun, laugardag klukkan 14:00.

Leiknisliðið hefur átt virkilega öflugt tímabil og spilað skemmtilegan fótbolta sem skilar sér í því að það er í möguleika á að komast upp í Pepsi Max-deildina fyrir lokaumferðina.

Leiknir bindur miklar vonir við samstarfið við Domusnova en fyrirtækið er mjög öflugt í Breiðholtinu.

Óskar Már Alfreðsson, annar eigenda Domusnova, ólst upp í hverfinu og sleit barnsskónum hjá félaginu. Föður hans ættu allir Leiknismenn að kannast við en hann var formaður til margra ára.

„Það er mér bæði ljúft og skylt að styðja félagið sem er mér svo kært," segir Óskar.

Domusnova og Leiknir, Stolt Breiðholts!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner