Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Hræðileg mistök hjá Karius
Loris Karius var í basli í gær
Loris Karius var í basli í gær
Mynd: EPA
Þýski markvörðurinn Loris Karius átti erfiðan dag í markinu er Besiktas tapaði 4-2 fyrir Slovan Bratislava í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gær en opnunarmarkið var vægast sagt hræðilegt fyrir markvörðinn.

Síðustu ár hafa reynst Karius erfið en hann átti hræðilegan leik er hann lék með Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári í 3-1 tapinu gegn Real Madrid.

Karius fór með Liverpool inn í undirbúningstímabilið en hann hélt áfram að vera óöruggur í markinu og var á endanum lánaður til Besiktas í Tyrklandi.

Hann byrjaði illa en náði sér svo á strik seinni hluta síðasta tímabil en hann virðist vera mættur aftur í sprellið. Í opnunarmarki Bratislava kom langur bolta fram völlinn og ætlaði Karius að skalla hann fram en í stað þess skoppaði boltinn yfir hann og átti Andraz Sporar ekki í vandræðum með að skora. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Myndbönd: Karius gerði skelfileg mistök gegn Sarpsborg
Myndband: Karius með slæm mistök í æfingaleik


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner