Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. september 2022 08:39
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo sá áhrifamesti á Instagram - Gavi fer hratt upp
Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez.
Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Gavi þýtur upp listann.
Gavi þýtur upp listann.
Mynd: Getty Images
Frakkland er vinsælasta landsliðið á Instagram.
Frakkland er vinsælasta landsliðið á Instagram.
Mynd: EPA
Potúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er áhrifamesti fótboltamaðurinn á Instagram. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem allir leikmenn sem verða á HM í Katar voru skoðaðir.

Fylgjendum Ronaldo á Instagram hefur fjölgað um 48% á undanförnu ári. Hver póstur hans á samfélagsmiðlum er metinn á 3,5 milljónir dollara að markaðsverðmæti samkvæmt greinandanum Nielsen Gracenote.

Ronaldo er með 480 milljón fylgjendur á Instagram en 360 milljónir fylgja Lionel Messi. Fylgjendum Messi hefur fjölgað um 38% síðustu tólf mánuði og hver póstur hans á miðlinum er metinn á 2,6 milljónir dollara að markaðsverðmæti.

Af leikmönnum á topp tíu er það Brasilíumaðurinn Vinicius Junior hjá Real Madrid sem bætir við sig flestum fylgjendum, eða 90% aukningu. Hann skoraði sigurmark Real Madrid gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Næsta stórstjarna á samfélagsmiðlum verður væntanlega Gavi hjá Barcelona. Fylgjendafjöldi hans hefur aukist um yfir 5000%. Frakkland er áhrifamesta landsliðið á samfélagsmiðlum með 11,7 milljón fylgjendur.

Tíu áhrifamestu fótboltamennirnir á Instagram (sem verða á HM 2022)
1. Cristiano Ronaldo (Portúgal/Man Utd), 480 milljón fylgjendur
2. Lionel Messi (Argentína/PSG), 360 m
3. Neymar (Brasilía/PSG), 178 m
4. Kylian Mbappe (Frakkland/PSG), 72,5 m
5. Vinicius Junior (Brasilía/Real Madrid), 23 m
6. Karim Benzema (Frakkland/Real Madrid), 58 m
7. Paulo Dybala (Argentína/Roma), 49 m
8. N'Golo Kante (Frakkland/Chelsea), 14 m
9. Paul Pogba (Frakkland/Juventus), 55 m
10. Sergio Ramos (Spánn/PSG), 53 m

Þeir fimm leikmenn sem eru á hröðustu uppleið á Instagram:
1. Gavi (Spánn/Barcelona), 6,2 m
2. Raphinha (Brasilia/Barcelona), 3 m
3. Antony (Brasilía/Man Utd), 4,8 m
4. Pedri (Spánn/Barcelona), 7,3 m
5. Rodrigo de Paul (Argentína/Atletico Madrid), 5 m

Fimm vinsælustu landslið á Instagram:
1. Frakkland, 11,7 m
2. Brasilía, 11,5 m
3. Portúgal, 10,4 m
4. England, 8,5 m
5. Argentína, 7,3 m
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner