Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   mið 20. september 2023 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Diljá á æfingunni í dag.
Diljá á æfingunni í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög spennt fyrir þessu og hlakka til að byrja," sagði Diljá Ýr Zomers, landsliðskona, fyrir verkefninu sem framundan er. Ísland spilar á næstu dögum sína fyrstu leiki í Þjóðadeildinni gegn Wales og Þýskalandi.

„Það er alltaf mjög gaman að koma til Íslands og hitta samlanda sína."

Stelpurnar spila gegn Wales á föstudaginn og það verður eflaust hörkuleikur. „Við höfum mætt þeim áður á þessu ári og við vitum hvað þær geta. Við þurfum að mæta tilbúnar til leiks til þess að ná í þrjú stig og við ætlum að gera það."

Sóknarmannsstaðan virðist vera frekar opin í landsliðinu þessa stundina. Er Diljá að horfa í það?

„Ég vil bara vera inn á vellinum auðvitað, en ég tek því hlutverki sem mér er gefið og geri það eins vel og ég get. Auðvitað er það draumur (að vera í hópnum) og markmiðið er að halda því áfram sem lengst."

Byrjað vel í Belgíu
Diljá er 21 árs framherji sem fór til Svíþjóðar fyrir tveimur árum eftir að hafa spilað með FH, Stjörnunni og Val á Íslandi. Hún lék þar með Häcken og Norrköping en er núna komin til Belgíu þar sem hún er á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Leuven. Hún hefur farið vel af stað og er nú þegar búin að skora þrjú deildarmörk.

„Mér líður mjög vel og það er gaman að spila fótbolta aftur. Ég er með sjálfstraust og ég er að byrja mjög vel. Þetta er flott eins og er. Það eru sömu eigendur og eru hjá Leicester City þannig að það er allt til alls. Þetta er flott félag."

„Kvennaboltinn er að vaxa mjög hratt þarna en þetta er mjög flott og fagmannlegt hjá þeim."

Leuven er á toppnum í belgísku úrvalsdeildinni eftir fjóra leiki með tíu stig. Er þetta sterk deild?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Það eru tvö eða þrjú lið þarna sem eru topplið og geta gefið hvor öðru alvöru leiki. Neðstu liðin eiga smá í land en þetta er að vaxa hratt," segir Diljá en Leuven mun berjast um titilinn á tímabilin, en það er allavega markmiðið.

Hún segir að landsliðið sé að stefna á það að taka sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Vildi aftur fara í fagmannlegra umhverfi - „Miklu frekar peppað mig ef eitthvað er"
Athugasemdir
banner
banner