Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 20. september 2023 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Diljá á æfingunni í dag.
Diljá á æfingunni í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög spennt fyrir þessu og hlakka til að byrja," sagði Diljá Ýr Zomers, landsliðskona, fyrir verkefninu sem framundan er. Ísland spilar á næstu dögum sína fyrstu leiki í Þjóðadeildinni gegn Wales og Þýskalandi.

„Það er alltaf mjög gaman að koma til Íslands og hitta samlanda sína."

Stelpurnar spila gegn Wales á föstudaginn og það verður eflaust hörkuleikur. „Við höfum mætt þeim áður á þessu ári og við vitum hvað þær geta. Við þurfum að mæta tilbúnar til leiks til þess að ná í þrjú stig og við ætlum að gera það."

Sóknarmannsstaðan virðist vera frekar opin í landsliðinu þessa stundina. Er Diljá að horfa í það?

„Ég vil bara vera inn á vellinum auðvitað, en ég tek því hlutverki sem mér er gefið og geri það eins vel og ég get. Auðvitað er það draumur (að vera í hópnum) og markmiðið er að halda því áfram sem lengst."

Byrjað vel í Belgíu
Diljá er 21 árs framherji sem fór til Svíþjóðar fyrir tveimur árum eftir að hafa spilað með FH, Stjörnunni og Val á Íslandi. Hún lék þar með Häcken og Norrköping en er núna komin til Belgíu þar sem hún er á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Leuven. Hún hefur farið vel af stað og er nú þegar búin að skora þrjú deildarmörk.

„Mér líður mjög vel og það er gaman að spila fótbolta aftur. Ég er með sjálfstraust og ég er að byrja mjög vel. Þetta er flott eins og er. Það eru sömu eigendur og eru hjá Leicester City þannig að það er allt til alls. Þetta er flott félag."

„Kvennaboltinn er að vaxa mjög hratt þarna en þetta er mjög flott og fagmannlegt hjá þeim."

Leuven er á toppnum í belgísku úrvalsdeildinni eftir fjóra leiki með tíu stig. Er þetta sterk deild?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Það eru tvö eða þrjú lið þarna sem eru topplið og geta gefið hvor öðru alvöru leiki. Neðstu liðin eiga smá í land en þetta er að vaxa hratt," segir Diljá en Leuven mun berjast um titilinn á tímabilin, en það er allavega markmiðið.

Hún segir að landsliðið sé að stefna á það að taka sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Vildi aftur fara í fagmannlegra umhverfi - „Miklu frekar peppað mig ef eitthvað er"
Athugasemdir
banner
banner