Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa aðilar innan Breiðabliks þegar hlerað Ólaf Inga Skúlason um áhuga hans á að taka við liðinu ef farið verður í þjálfarabreytingar.
Ólafur Ingi er þjálfari U21 landsliðsins.
Breiðablik gæti misst möguleikann á Evrópusæti í kvöld en gengi liðsins hefur dalað mikið og talað um ólgu bak við tjöldin. Sögusagnir eru um að Halldór Árnason sé í heitu sæti.
Ólafur Ingi er þjálfari U21 landsliðsins.
Breiðablik gæti misst möguleikann á Evrópusæti í kvöld en gengi liðsins hefur dalað mikið og talað um ólgu bak við tjöldin. Sögusagnir eru um að Halldór Árnason sé í heitu sæti.
Nafn Ólafs Inga dúkkar oft upp þegar félög í Bestu-deildinni eru í þjálfaraleit. Hann var spurður út í það í upphafi mánaðarins hvort félagsliðaþjálfun væri eitthvað sem heillar?
„Já að sjálfsögðu líður að því. Ég geri mér grein fyrir því að ég verði ekki í þessu starfi það sem eftir er, það er klárt. Klárlega á einhverjum tímapunkti gerist það. Hvenær það verður veit ég ekki. Ég er búinn að vera hérna í að verða fimm ár og hef notið mín mikils. Þetta er búinn að vera frábær tími, en að sjálfsögðu kemur að því á einhverjum tímapunkti að maður fer út í félagsliðaþjálfun," sagði Ólafur.
Athugasemdir