City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 10:36
Kári Snorrason
Ólafur Ingi tekur ekki við FH en félagsliðaþjálfun heillar - „Verð ekki í þessu starfi það sem eftir er“
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH framlengdi ekki við Heimi Guðjónsson en liðið er búið að ráða nýjan þjálfara en gefa ekki upp hver það er.
FH framlengdi ekki við Heimi Guðjónsson en liðið er búið að ráða nýjan þjálfara en gefa ekki upp hver það er.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi stýrir U21 árs liði Íslands.
Ólafur Ingi stýrir U21 árs liði Íslands.
Mynd: Hrefna Morthens

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, segir ekkert til í sögusögnum um að hann taki við FH. Hann segir þó að félagsliðaþjálfun sé eitthvað sem heilli síðar meir. Fótbolti.net ræddi við Ólaf Inga um hans framtíð.

FH tilkynnti í fyrradag að ekki yrði endursamið við Heimi Guðjónsson sem þjálfara karlaliðsins. FH staðfesti í gær að búið sé að ráða nýjan þjálfara, en það var ekki gefið upp hver það væri.


Er eitthvað til í sögusögnunum um að þú takir við FH?

„Nei.“ 

Hafa einhver önnur lið rætt við þig?

„Nei.“ 

Þannig að þú verður með U21 liðið áfram á næsta ári?

„Ég er bara auðvitað í vinnu hjá knattspyrnusambandinu og er í því heilshugar. Það hefur ekkert komið að borðinu og ekkert rætt neitt frekar en það. Ég sinni mínu starfi og reyni að gera það eins vel og ég get. Það er það eina sem ég er að hugsa um akkúrat núna.“  

Félagsliðaþjálfun eitthvað sem heillar og kemur að

Nafn Ólafs Inga dúkkar oft upp þegar félög í Bestu-deildinni eru í þjálfaraleit. Er félagsliðaþjálfun eitthvað sem heillar síðar meir?

„Já að sjálfsögðu líður að því. Ég geri mér grein fyrir því að ég verði ekki í þessu starfi það sem eftir er, það er klárt. Klárlega á einhverjum tímapunkti gerist það. Hvenær það verður veit ég ekki. Ég er búinn að vera hérna í að verða fimm ár og hef notið mín mikils. Þetta er búinn að vera frábær tími, en að sjálfsögðu kemur að því á einhverjum tímapunkti að maður fer út í félagsliðaþjálfun.“ 

Fyrr en seinna?

„Nei, ég er ekkert búinn að hugsa það þannig. Ég er eins og ég segi á fullum undirbúningi fyrir þetta. Ég er ekkert búinn að velta fyrir mér einhverri tímasetningu. Enda kannski ekkert undir mér komið. Ég sinni mínu starfi eins vel og ég get, ég er ekkert að hugsa neitt annað.“ 

Nánar var rætt við Ólaf um komandi verkefni með U21 landsliðinu og verður það birt seinna í dag á Fótbolti.net. 


Athugasemdir