Ólafur Ingi Skúlason var í dag ráðinn nýr þjálfari Breiðabliks en það var gert á sama tíma og tilkynnt var um starfslok við Halldór Árnason.
Ólafur Ingi kemur til Breiðabliks frá KSÍ þar sem hann hefur unnið síðustu ár. Í samtali við 433.is staðfestir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, að Breiðablik hafi þurft að greiða sambandinu til að fá Ólaf Inga í sínar raðir.
Það er ljóst að þessi þjálfaraskipti eru að kosta Breiðablik umtalsvert en fyrr í dag sagði Fótbolti.net frá því að Breiðablik þyrfti að greiða Halldóri tólf mánaða uppsagnarfrest.
Ólafur Ingi kemur til Breiðabliks frá KSÍ þar sem hann hefur unnið síðustu ár. Í samtali við 433.is staðfestir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, að Breiðablik hafi þurft að greiða sambandinu til að fá Ólaf Inga í sínar raðir.
Það er ljóst að þessi þjálfaraskipti eru að kosta Breiðablik umtalsvert en fyrr í dag sagði Fótbolti.net frá því að Breiðablik þyrfti að greiða Halldóri tólf mánaða uppsagnarfrest.
Ekki er greint frá því hversu há greiðslan er. „Hann var samningsbundinn okkur og það þurfti því að semja um vistaskiptin," sagði Eysteinn við 433.
Fótbolti.net sendi framkvæmdastjóranum fyrirspurn um hversu langan samning Ólafur hefði verið með við sambandið og hvort það væri ákveðin vinnuregla sem sambandið færi eftir ef félag óskaði eftir því að fá starfskraft frá sambandinu.
Ólafur var með hefðbundinn launþega samning við sambandið. Seinni spurningunni svaraði Eysteinn á þá leið að það væri samkomulagsatriði í hvert skipti, en flestir væru með þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og gengur og gerist á vinnumarkaði.
Athugasemdir