Breiðablik tilkynnti rétt í þessu þau tíðindi, sem Fótbolti.net sagði frá fyrr í dag, að félagið væri búið að ganga frá starfslokum við Halldór Árnason. Hann var þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu, var á sínu öðru tímabili með liðið. Hann kom fyrst til félagsins árið 2019 og var fyrstu árin aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Á síðasta tímabili gerði hann Breiðablik að Íslandsmeisturum. „Á þessum sex árum hefur Halldór verið risastór hluti af velgengni og uppgangi félagsins. Undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari 2024 og tryggði sér þátttöku í Sambandsdeild Evrópu 2025," segir í tilkynningunni.
Þar segir einnig að Ólafur Ingi Skúlason hafi verið ráðinn þjálfari liðsins. Ólafur Ingi er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður sem þjálfaði U21 ára landsliðið í eitt og hálft ár og var þar á undan með U19. Ekki er greint frá því hversu langur samningur Ólafs er. Fyrsti leikur Ólafs sem þjálfari Breiðabliks verður líklega gegn finnska liðinu KuPS á fimmtudag í Sambandsdeildinni.
Á síðasta tímabili gerði hann Breiðablik að Íslandsmeisturum. „Á þessum sex árum hefur Halldór verið risastór hluti af velgengni og uppgangi félagsins. Undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari 2024 og tryggði sér þátttöku í Sambandsdeild Evrópu 2025," segir í tilkynningunni.
Þar segir einnig að Ólafur Ingi Skúlason hafi verið ráðinn þjálfari liðsins. Ólafur Ingi er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður sem þjálfaði U21 ára landsliðið í eitt og hálft ár og var þar á undan með U19. Ekki er greint frá því hversu langur samningur Ólafs er. Fyrsti leikur Ólafs sem þjálfari Breiðabliks verður líklega gegn finnska liðinu KuPS á fimmtudag í Sambandsdeildinni.
Tilkynning Breiðabliks
Breytingar hjá meistaraflokki karla.
Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gengið frá starfslokum við Halldór Árnason þjálfara meistaraflokks karla. Halldór hóf störf hjá Breiðabliki í október 2019 sem aðstoðarþjálfari og tók við sem aðalþjálfari haustið 2023. Á þessum sex árum hefur Halldór verið risastór hluti af velgengni og uppgangi félagsins. Undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari 2024 og tryggði sér þátttöku í Sambandsdeild Evrópu 2025.
Hann átti einnig stóran þátt í Íslandsmeistaratitlinum 2022 og þegar Breiðablik komst fyrst íslenskra karlaliða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar 2023.
Halldór hefur sinnt sínum störfum af miklum metnaði og dugnaði, hann er félagsmaður góður og unnið ómetanlegt starf fyrir Breiðablik og stuðningsmenn. Undir hans stjórn hafa verið margir eftirminnilegir leikir og góðar stundir. Við óskum Halldóri og hans fólki alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni.
Ólafur Ingi Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki. Ólafur hefur undanfarin ár þjálfaði yngri landslið Íslands og var áður í þjálfarateymi Fylkis. Hann var atvinnumaður um 15 ára skeið, meðal annars í Englandi, Svíþjóð og Tyrklandi.
Knattspyrnudeild Breiðabliks býður Ólaf Inga Skúlason velkominn til starfa.
Athugasemdir