Breiðablik tók þá ákvörðun í dag að ganga frá starfslokum við Halldór Árnason en hann hafði verið þjálfari meistaraflokks karla í tvö ár. Hann tók við liðinu haustið 2023 þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson var látinn fara frá félaginu, en Halldór hafði verið aðstoðarmaður Óskars.
Halldór var samningsbundinn Breiðabliki út tímabilið 2028 eftir að fótboltadeildin framlengdi samning hans við félagið í ágúst.
„Það er mikil ánægja og gleði með störf hans og þann metnað sem Halldór hefur fyrir meistaraflokki karla og félaginu í heild sinni. Að tryggja áframhaldandi störf hans hjá Breiðabliki er mikilvægur hluti af áframhaldandi framgangi og uppbyggingu Knattspyrnudeildar Breiðabliks," sagði í tilkynningu Breiðabliks 14. ágúst.
Halldór var samningsbundinn Breiðabliki út tímabilið 2028 eftir að fótboltadeildin framlengdi samning hans við félagið í ágúst.
„Það er mikil ánægja og gleði með störf hans og þann metnað sem Halldór hefur fyrir meistaraflokki karla og félaginu í heild sinni. Að tryggja áframhaldandi störf hans hjá Breiðabliki er mikilvægur hluti af áframhaldandi framgangi og uppbyggingu Knattspyrnudeildar Breiðabliks," sagði í tilkynningu Breiðabliks 14. ágúst.
Það er ljóst að brottreksturinn mun kosta Breiðablik dágóða summu en það Fótbolti.net hefur fengið ábendingar um að félagið þurfi að greiða Halldóri tólf mánaða uppsagnarfrest og kostnaðurinn sé á bilinu 20-25 milljónir króna fyrir félagið.
Rætt var við Flosa Eiríksson, formann fótboltadeildar, um starfslokinn.
„Eins og alls staðar þar sem gengið er frá starfslokum eiga menn einhver réttindi, við munum uppfylla það allt saman og reyna standa okkur eins og fólk í því," segir formaðurinn en vildi ekki segja frá hver réttindin væru.
Fréttaritari bar svo þessar tölur: 12 mánuði og 20 milljónir króna, undir Flosa. Eru þessar tölur nærri lagi?
„Ég ætla ekki að tjá mig um það með neinum hætti, þetta eru hans kjör hjá okkur og þau eru einkamál," segir Flosi.
Athugasemdir