„Þetta var ákveðið á fundi knattspyrnudeildar Breiðabliks í morgun, þá lá þetta ljóst fyrir," segir Flosi Eiríksson, formaður fótboltadeildar Breiðabliks, við Fótbolta.net.
Ákveðið var að ganga frá starfslokum við Halldór Árnason og í hans stað var Ólafur Ingi Skúlason ráðinn.
Ákveðið var að ganga frá starfslokum við Halldór Árnason og í hans stað var Ólafur Ingi Skúlason ráðinn.
Sjá ekki eftir því að hafa framlengt við Dóra
Voru úrslitin á laugardaginn, 1-2 tapið gegn Víkingi, kornið sem fyllti mælinn?
„Ég myndi ekki orða það þannig, en félagið hefur haft áhyggjur af genginu undanfarið og í því ljósi, og þegar horft er til framtíðar, þá er þessi ákvörðun tekin."
Það eru ekki nema tveir mánuðir frá því að fótboltadeildin framlengdi við Halldór. Sjáið þið eftir þeirri ákvörðun?
„Nei, við sjáum ekki eftir henni. Við töldum að hún væri hárrétt á þeim tíma, nú hafa aðstæður aðeins breyst. Við sjáum ekki eftir henni, nei."
Hvers vegna leitar Breiðablik til Ólafs Inga?
„Við teljum að það sem hann hefur fram að færa, og sú sýn sem hann er með henti Breiðabliki og taki okkur lengra. Við erum spenntir fyrir því."
Breiðablik þarf að treysta á Fram gegn Stjörnunni í kvöld. Ef Fram tekur stig af Stjörnunni mæta Blikar Stjörnunni í úrslitaleik um Evrópusæti um næstu helgi. Næsti leikur hjá Blikum er þó hemaleikur gegn KuPS í Sambandsdeildinni. Sá leikur fer fram á miðvikudag.
Mjög erfitt að segja skilið við Dóra
Er erfitt að segja skilið við Dóra?
„Mjög, hann er frábær náungi, ofboðslegur félagsmaður, duglegur og hefur gert frábæra hluti hér: gerði liðið að Íslandsmeisturum og kom okkur í Sambandsdeild. Það er okkur mjög erfitt að segja skilið við hann."
Er von á frekari tíðindum af þjálfarateyminu, fleiri breytingar í vændum?
„Það hefur ekkert verið rætt um það, nei."
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Eiður Ben Eiríksson að yfirgefa Breiðablik eftir tímabilið og tekur hann við sem aðstoðarþjálfari Sigurðar Höskuldssonar hjá Þór. Emil Pálsson hjá FH hefur þá verið orðaður við starf hjá Breiðabliki.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 26 | 16 | 6 | 4 | 56 - 31 | +25 | 54 |
2. Valur | 26 | 13 | 6 | 7 | 61 - 44 | +17 | 45 |
3. Stjarnan | 25 | 12 | 5 | 8 | 47 - 41 | +6 | 41 |
4. Breiðablik | 26 | 10 | 9 | 7 | 43 - 40 | +3 | 39 |
5. FH | 26 | 8 | 9 | 9 | 46 - 42 | +4 | 33 |
6. Fram | 25 | 9 | 5 | 11 | 36 - 36 | 0 | 32 |
Athugasemdir