Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 20. október 2025 08:56
Elvar Geir Magnússon
HM U20: Marokkó vann Argentínu óvænt í úrslitaleiknum
Ósvikinn fögnuður hjá strákunum frá Marokkó.
Ósvikinn fögnuður hjá strákunum frá Marokkó.
Mynd: EPA
Marokkó vann 2-0 sigur gegn Argentínu í úrslitaleik HM U20 landsliða en keppnin fór fram í Síle. Þetta var sögulegur sigur fyrir Marokkó sem hafði aldrei unnuð heimsmeistaratitil í neinum aldursflokki.

Yassir Zabiri, sem leikur fyrir FC Famalicao í efstu deild Portúgals, skoraði bæði mörk úrslitaleiksins í fyrri hálfleik.

Marokkó komst í úrslitaleikinn með því að vinna Suður-Kóreu, Bandaríkin og Frakkland í útsláttarkeppninni. Marokkó er fyrsta Afríkuþjóðin sem vinnur HM U20 landsliða síðan Gana gerði það 2009.

Þetta var eini tapleikur Argentínu í mótinu sem sex sinnum hefur unnið þessa keppni. Argentína komst í úrslitaleikinn þrátt fyrir að vera án tveggja af sínum bestu mönnum í þessum aldurshópi; Claudio Echeverri og Franco Mastantuono.


Athugasemdir
banner
banner