Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. nóvember 2022 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Joe Allen ekki með gegn Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images

Wales mætir Bandaríkjunum í fyrstu umferð riðlakeppni HM í dag og er búist við spennandi viðureign tveggja landsliða sem hafa aldrei áður mæst í keppnisleik.


Miðjumaðurinn Joe Allen er lykilmaður á miðjunni hjá Wales og missir af leiknum gegn Bandaríkjunum sem fer fram annað kvöld í Al-Rayyan.

Hinn 32 ára Allen hefur verið meiddur síðan í september en náði að æfa vel með samherjunum fyrir helgi. Öll þjóðin vonast til að Allen nái sér sem fyrst, helst í tæka tíð fyrir stórleikinn og nágrannaslaginn gegn Englandi.

Allen, sem leikur með Swansea á Englandi, á 72 landsleiki að baki fyrir Wales.


Athugasemdir
banner
banner
banner