
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku verður ekki með landsliðinu í fyrstu tveimur leikjum liðsins á HM í Katar.
Lukaku hefur verið að jafna sig af meiðslum í vinstra læri en hann meiddist í lok ágúst og hefur átt í erfiðleikum með að komast aftur í gang.
Hann var valinn í belgíska landsliðshópinn fyrir HM en mun þó ekki spila fyrstu tvo leikina gegn Marokkó og Kanada.
Þetta fengu blaðamenn staðfest á fréttamannafundi í dag en Lukaku æfði ekki með belgíska liðinu í dag.
Það eru einnig líkur á því að hann missi af síðasta leik riðilsins gegn Króatíu en þó ekkert staðfest í þeim efnum.
Athugasemdir