Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carragher: Sanchez á að spila fyrir lið í neðri hlutanum
Mynd: EPA
Jamie Carragher, sérfræðingur hjá Sky Sports, telur að Chelsea þurfi betri markmann ef liðið ætli að berjast um efstu sætin í úrvalsdeildinni.

Robert Sanchez hefur verið aðalmarkvörður liðsins en hann hefur alltof oft gerst sekur um slæm mistök.

Ein slík áttu sér stað í gær þegar honum tókst ekki að grípa boltann eftir hornspyrnu og hann datt fyrir fætur Matt Doherty sem skoraði.

„Öll föstu leikatriðin eru eins, menn eru að reyna vera fyrir markmanninum. Hann ýtir einhverjum frá svo hann hafi tíma til að athafna sig. Hann hefði átt að kýla boltann í burtu," sagði Carragher.

„Hann er úrvalsdeildarmarkmaður, þetta er ekki brot. Við fáum ýmis merki um að hann sé úrvalsdeildarmarkmaður. Kannski bara fyrir lið í neðri hlutanum, ekki topplið."

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, kom Sanchez til varnar.

„Þú segir að þetta hafi verið fjórðu mistökin hans. Hversu oft hefur hann bjargað okkur? Oftar en fjórum sinnum. Svo það er ekkert vandamál, svona gerist. Hann getur gert mistök eins og framherjar og miðjumenn. Hann er að gera góða hluti," sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner