Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjöundi markvörðurinn til að spila hundrað leiki
Jan Oblak
Jan Oblak
Mynd: EPA
Slóveninn Jan Oblak varð aðeins sjöundi markvörðurinn í sögu Meistaradeildar Evrópu til þess að spila hundrað leiki í keppninni en hann náði þessum merka áfanga í kvöld.

Oblak stóð á milli stanganna hjá Atlético Madríd í 1-1 jafntefli gegn Galatasaray.

Þessi 33 ára gamli markvörður hefur verið á mála hjá Atlético frá 2014 en hann tók við sem aðalmarkvörður ári síðar.

Á síðasta áratugnum hefur hann verið í hópi bestu markvarða heims og unnið fjóra titla með spænska liðinu.

Í kvöld náði hann svo þeim ótrúlega áfanga að leika 100. leik sinn í Meistaradeildinni og er aðeins sjöundi markvörðurinn sem hefur afrekað það. Þá er hann fyrsti Slóveninn sem spilar 100 leiki í keppninni.

Hann fer það í hóp með stórum nöfnum en Gianluigi Buffon, Manuel Neuer, Iker Casillas, Victor Valdes, Oliver Kahn og Petr Cech eru hin sex nöfnin á listanum.

Casillas leiðir listann með 177 Meistaradeildarleiki, en Neuer kemur næstur á eftir honum með 157 leiki.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner