Stjarnan 1 - 0 Selfoss
1-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (48' )
Stjarnan og Selfoss mættust í Kórnum í kvöld en leikurinn var hluti af A-deild Lengjubikarsins.
1-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (48' )
Stjarnan og Selfoss mættust í Kórnum í kvöld en leikurinn var hluti af A-deild Lengjubikarsins.
Hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir ágætis tilraunir til þess.
Eina mark leiksins kom á 48. mínútu þegar Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði beint úr aukaspyrnu.
Áfram héldu liðin að fá færi en inn vildi boltinn ekki og 1-0 sigur Stjörnunnar í því staðreynd.
Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Selfyssinga í kvöld en hún gekk í raðir Portland Thorns á dögunum. Tímabilið í Bandaríkjunum hefst í mars.
Stjarnan fer upp í annað sæti A-deildarinnar með sigrinum á meðan Selfoss vermir botnsætið, án stiga eftir tvo leiki.
Athugasemdir