Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 21. mars 2023 13:13
Hafliði Breiðfjörð
Munchen
Lemstraðir frá Lyngby
Icelandair
Alfreð Finnbogason með glóðaraugað myndarlega.
Alfreð Finnbogason með glóðaraugað myndarlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nei, ætlunin var ekki að kynna nýja bók eftir Gunna Helga heldur lýsir fyrirsögnin ástandi á tveimur landsliðsmanna Íslands sem æfa þessa dagana í Munchen í Þýskalandi.


Ísland hefur hafið þar undirbúninginn fyrir leiki gegn Bosníu/Herzegovinu og Liechtenstein í undankeppni EM 2022.

Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon eru leikmenn danska úrvalsdeildarliðsins Lynbgy. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu í 1 - 1 jafntefli gegn Horsens um helgina og eitthvað virðist sem átökin hafi verið meiri en gengur og gerist í þessum leik eins og sjá má á meðfylgandi myndum.

Sævar Atli fékk slæman skurð á höfuðið og þurfti að sauma hann átta sporum í höfuðið, sárin eru augljós á höfði hans. Alfreð Finnbogason hvíldi á æfingu liðsins í gær en mætti á æfingasvæði Bayern Munchen í dag og þá með myndarlegt glóðarauga.

Leikur Íslands gegn Bosníu/Herzegóvínu fer fram í Zenica 18:45 á fimmtudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner