Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 21. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ísak Bergmann (IFK Norrköping)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Jón Gísli Eyland Gíslason.
Jón Gísli Eyland Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Flosason.
Hallur Flosason.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann.
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ísak Bergmann Jóhannesson er ungur Skagamaður sem hélt til Svíþjóðar og skrifaði undir samning hjá IFK Norrköping eftir tímabilið 2018.

Ísak hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Ísak Bergmann talinn efnilegasti leikmaðurinn í Svíþjóð (19. mars 2020)

Fullt nafn: Ísak Bergmann Jóhannesson

Gælunafn: Er kallaður Beggi í landsliðinu og Ice eða Bergmann í Norrköping

Aldur: Fæddur 2003. 23 mars. 17 ára

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 22. september 2018 á móti Þrótti þegar við tryggðum okkur Inkasso titilinn

Uppáhalds drykkur: Gos vatn

Uppáhalds matsölustaður: Í Svíþjóð er það Jolla á Íslandi er það Sushi social

Hvernig bíl áttu: Á bara fallegasta hjól í Svíþjóð

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison break fyrsta sería, Vaktirnar, Sunderland til i die og All or nothing seríurnar

Uppáhalds tónlistarmaður: Gummi Tóta

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann Sigfússon

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Borða þm ekki ís

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Har skickat mappen via email nu. Sa du behöver ladda ner den pa datorn.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Breiðablik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Charles De Keteleare

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Siggi Jóns

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það eru þrír vel leiðinlegir gæjar á fótbolta velli og það eru Kristall Máni Ingason, Brynjólfur Willumson og Valgeir Valgeirson

Sætasti sigurinn: Að Vinna Hvíta Rússland og komast Á EM

Mestu vonbrigðin: Að tapa fyrir Portúgal á EM

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Jón Gísla Eyland

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Úff erfitt verð að segja nokkra Daniel Ingi, Emil Karl, Jóhannes Breki og frændurnir Kristófer Áki og Ingi þór.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hallur Flosa og Marcus Johansson berjast um þetta

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sigrún Eva Sigurðardóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: í landsliðinu er það Mikael Egill eða Kristall Máni

Uppáhalds staður á Íslandi: Jaðarsbakkar

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var flautað til leiks og ég gaf sendingu til baka á Oliver Stefánsson og hann ætlar að setja boltan upp í horn eins og mörg lið byrja að gera.

En hann hittir boltann þannig að hann fer í áttina að markinu og markmaðurinn ætlar að koma bara og grípa boltan en rennur svo á blauta grasinu uppi á Skaga og boltinn fer yfir hann og í markið þannig Olli skoraði frá fyrstu spyrnu leiksins eftir 5 sek og ég fékk einfaldasta assist allra tíma.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fer með faðir vorið

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræði.

Vandræðalegasta augnablik: Það var í leik á móti KR í þriðja flokki þegar ég gleymdi að setja á mig legghlífar fyrir leik. Ég fattaði það i miðjum leiknum og svo svona 2 mín seinna klagaði einhver í KR í dómarann að ég væri ekki með legghlífar. Dómarinn sagði mér því að fara útaf og í legghlífar. Ég þurfti að fara útaf og fá lánaðar legghlífar frá varamanni og þegar ég fékk að koma inn á fékk ég svo gult spjald. Helgi Ólafs dæmdi þennan leik.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Inga þór Sigurðsson, Hákon Haraldsson og Jón Gísla eyland og ég skal bara segja það strax að við myndum aldrei komast af þessari eyju

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er fæddur í Sutton Coldfeild á Englandi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ég hélt að Valgeir Valgeirsson væri algjör hálfviti eftir því hvernig hann er á fótbolta velli en svo er hann bara mesti meistari og öðlingur sem ég hef kynnst.

Hverju laugstu síðast: Ekki hugmynd

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og að æfa varnar föst leikatriði

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Svíarnir eru ekki alveg að tækla þetta eins og aðrir þannig það er bara hefðbundin dagaur nema maður fer bara beint heim eftir æfingar. Hefðbundin dagur er að vakna 8:00 og fara í morgunmat með liðinu uppi á velli svo er æfing klukkan 10. Klukkan 14:30 er svo mæting á seinni æfingu dagsins sem er oftast styrkur eða hlaup og svo fer maður heim í football manager eða að læra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner