Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   sun 21. apríl 2024 15:41
Brynjar Ingi Erluson
Amanda skoraði fyrsta markið - Bætti við öðru þremur mínútum síðar
Amanda fagnar með liðsfélögum sínum í dag
Amanda fagnar með liðsfélögum sínum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði fyrsta mark Bestu deildar kvenna þetta árið er hún kom Val í forystu gegn Þór/KA á Hlíðarenda í dag.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Þór/KA

Besta deild kvenna er farin af stað en þetta er eini leikur dagsins þar sem leik Tindastóls og FH var frestað.

Það tók ekki nema 24 mínútur að fá fyrsta markið. Anna Björk Kristjánsdóttir átti sendingu á Amöndu sem teygði sig í boltann og kom boltanum undir Hörpu Jóhannsdóttur í markinu.

Þremur mínútum síðar gerði hún annað mark sitt er hún lét vaða fyrir utan teig. Óverjandi fyrir Hörpu. Amanda er í leit að þrennunni og var hún nálægt því að fullkomna hana þremur mínútum eftir annað markið en skalli hennar rétt yfir markið.

Glæsileg byrjun hjá Íslandsmeisturunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner