Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 21. apríl 2024 22:10
Sölvi Haraldsson
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög vonsvikinn.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 tap gegn Víkingum í Víkinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Halldór er ánægður með hvernig hans menn byrjuðu báða hálfleikana en hann telur að menn brotnuðu í seinni hálfleik eftir þriðja mark Víkinga.

Heilt yfir ágæt frammistaða. Þetta var frekar kaflaskiptur leikur. Við byrjum leikinn mjög vel og komumst í góðar stöður. Síðan deyr leikurinn á einhverjum kafla með föstum leikatriðum og einhverju kaósi. Áður en við vitum af erum við 2-0 undir sem er mjög erfið staða í Víkinni. Við komum mjög vel inn í seinni hálfleikinn en síðan fáum við þriðja markið á okkur og menn brotna bara. Þá er leiknum nánast lokið.“

Víkingar skoruðu tvö mörk í hvorum hálfeik og mörkin komu með mjög stuttu millibili.

Í fyrri hálfleik missum við mómentið og boltinn er mikið í loftinu og mikið í föstum leikatriðum. Þeir eru góðir í því og leysa leikinn vel þar. Við breytum aðeins hjá okkur í hálfleik. Mér fannst seinni hálfelikurinn heilt yfir bara flottur. Þeir bjarga tvisvar á línu og við komum okkur í góðar stöður. Við þurfum að gera betur varnarlega, einn á móti einum.“

Breiðablik gerðu tvær breytingar á liðinu fyrir leik eftir 4-0 sigurinn gegn Vestra en Dóri vildi hafa Benjamin Stokke og Kristófer Inga saman upp á topp að berjast um löngu boltanna. Hann var hinsvegar ekki alveg viss með línuna hjá dómara leiksins í dag.

Það er allur gangur á því hvernig línan er hjá dómurum. Hvort að Ekroth eða Vatnhamar megi keyra í bakið á mönnum eða ekki. Þeir máttu það í dag og þá verður þetta mjög erfiður leikur fyrir framherjana mína að taka á móti boltanum og það gekk ekki alveg eins og við vildum.“

Heilt yfir er Dóri samt sem áður sáttur með leik sinna manna í dag. 

Menn settu hjarta í þetta og voru duglegir. Við þurfum bara að gera betur í ákveðnum stöðum.“

Félagskiptaglugginn lokar í vikunni en Dóri staðfesti það að Breiðablik eru búnir að loka hópnum fyrir sumarið.

Leikirnir milli liðanna í fyrra voru mjög tíðindamiklir bæði innan sem utan vallar. Dóri fannst erfitt að bera leikina í fyrra og leikinn í kvöld saman.

Það er erfitt að bera þetta saman. Liðin hafa breyst síðan þá. Bara leikir tveggja góðra liða.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, að lokum eftir 4-1 tap á Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir