Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. maí 2021 18:26
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli.
Byrjunarlið Breiðabliks og Stjörnunnar: Sölvi Snær ekki í hóp
Sölvi Snær er ekki í hóp hjá Blikum gegn gömlu félögunum.
Sölvi Snær er ekki í hóp hjá Blikum gegn gömlu félögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Valur byrjar hjá Stjörnunni.
Óli Valur byrjar hjá Stjörnunni.
Mynd: Hulda Margrét
Klukkan 19:15 flautar Jóhann Ingi Jónsson til leiks á Kópavogsvelli þegar Breiðablik og Stjarnan mætast í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Breiðablik situr fyrir leikinn í kvöld í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig. Breiðablik fór í Víkina í síðustu umferð og mættu þar Víkingum og höfðu Víkingar betur, 3-0.

Stjarnan á enn eftir að vinna fótboltaleik þetta sumarið en liðið situr fyrir leikinn í kvöld í tíunda sæti deildarinnar með tvö stig. Stjarnan fór upp á Akranes í síðustu umferð og mættu þar ÍA og lauk leiknum með 0-0 jafntefli.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir fjórar breytingar frá leiknum gegn Víkingum. Oliver Sigurjónsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Árni Vilhjálmsson og Davíð Ingvarsson koma allir inn í liðið hjá Breiðablik í kvöld. Jason Daði, Róbert Orri, Kristinn Steindórsson og Finnur Orri fá sér allir sæti á bekknum. Sölvi Snær Guðbjargarson, sem var á dögunum keyptur til Blika frá Stjörnunni, er ekki í hóp í kvöld.

Þorvaldur Örlygsson gerir þrjár breytingar frá leiknum gegn ÍA. Hinn 18 ára Óli Valur Ómarsson kemur inn í liðið og Kristófer Konráðsson byrjar hjá Stjörnunni í kvöld. Emil Atlason og Eyjólfur Héðinsson fá sér sæti á varamannabekk Stjörnumanna.

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Óli Valur Ómarsson
7. Einar Karl Ingvarsson
9. Daníel Laxdal (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
12. Heiðar Ægisson
21. Elís Rafn Björnsson
32. Tristan Freyr Ingólfsson
77. Kristófer Konráðsson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

Leikir kvöldsins í Pepsi Max - TEXTALÝSINGAR:
18:00 KA - Víkingur
18:00 HK - ÍA
19:15 Breiðablik - Stjarnan
20:00 Fylkir - Keflavík
20:15 Valur - Leiknir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner