Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fös 17. maí 2024 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís búin að ná sér eins vel og hægt er á þessum tímapunkti
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Staðan er bara góð og hún lítur vel út," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, þegar hann var spurður út í Sveindísi Jane Jónsdóttur á fréttamannafundi í dag.

Sveindís varð á dögunum þýskur bikarmeistari þriðja árið í röð með Wolfsburg en hún hefur gert vel í að koma til baka eftir meiðsli sem hún varð fyrir í síðasta landsliðsverkefni.

Sveindís meiddist á öxl í leik íslenska landsliðsins gegn Þýskalandi í undankeppni EM í síðasta mánuði. Í fyrstu var óttast um að meiðslin væru mjög alvarleg en annað kom á daginn. Sem eru svo sannarlega frábær tíðindi.

„Það virðist vera að þessi meiðsli hái henni mjög lítið, að hún sé búin að ná sér eins vel og hægt er á þessum tímapunkti."

Sveindís er algjör lykilkona í landsliðinu en framundan eru tveir mjög svo mikilvægir leikir gegn Austurríki. Með góðum úrslitum í báðum þessum leikjum, þá kemst Ísland langleiðina á Evrópumótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner