Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   þri 21. júní 2022 22:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir viðræður við Frederik Schram - „Guy getur ekki sparkað með vinstri"
Frederik í leik með Lyngby
Frederik í leik með Lyngby
Mynd: Per Kjærbye
Guy Smit
Guy Smit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit, markvörður Vals, spilaði sjáanlega í gegnum meiðsli þegar hann varði mark síns liðs gegn Leikni í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, eftir leikinn og var þjálfarinn spurður út í stöðuna á hollenska markmanninum.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

„Hann er búinn að gera vel í síðustu tveimur leikjum, getur ekki notað vinstri löppina. Hann hefur staðið sig vel í sumar og er búinn að vera frábær fyrir okkur," sagði Heimir.

Greint var frá því í síðustu viku á 433.isValur hefði rætt við Frederik Schram, markvörð Lyngby í Danmörku og fyrrum landsliðsmarkvörð. Er eitthvað til í því?

„Já, að sjálfsögðu. Við erum með Guy meiddan og Svenni er búinn að vera tæpur líka þannig við fórum og athuguðum stöðuna. Vonandi getum við fengið Frederik lánaðan út tímabilið."

Kæmi hann þá sem bein samkeppni við Guy?

„Við eigum bara eftir að skoða það. Guy hefur staðið sig gríðarlega vel, en auðvitað viltu vera með - og við lentum í því t.d. í þessum leik - að við náðum ekki að leysa pressu Leiknismanna nógu vel af því m.a. að Guy getur ekki sparkað með vinstri löppinni. Við erum bara að skoða það," sagði Heimi.

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér að neðan.

Heimir Guðjóns: Þetta varð betra og betra en við getum gert betur
Athugasemdir
banner
banner