Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fös 21. júní 2024 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Hollands og Frakklands: Nefbrotinn Mbappé á bekknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er alvöru stórleikur framundan í riðlakeppni Evrópumótsins þar sem Holland og Frakkland eigast við.

Ronald Koeman gerir eina breytingu á byrjunarliði Hollendinga frá 2-1 sigri gegn Póllandi í fyrstu umferð, þar sem Jeremie Frimpong kemur inn í byrjunarliðið fyrir Joey Veerman.

Xavi Simons, Cody Gakpo og Memphis Depay halda sætum sínum í byrjunarliðinu og verður áhugavert að fylgjast með sóknarlínu Hollendinga gegn öflugum andstæðingum í kvöld.

Didier Deschamps gerir eina breytingu á byrjunarliði Frakka þar sem stórstjarnan Kylian Mbappé byrjar á bekknum eftir að hafa nefbrotnað í sigrinum gegn Austurríki í fyrstu umferð.

Aurélien Tchouaméni kemur inn í byrjunarliðið í hans stað og leiðir Marcus Thuram sóknarlínuna, með Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé sér til aðstoðar á köntunum.

Holland: Verbruggen, Dumfries, De Vrij, Van Dijk, Ake, Schouten, Reijnders, Simons, Frimpong, Gakpo, Memphis

Frakkland: Maignan, Kounde, Upamecano, Saliba, T.Hernandez, Tchouameni, Kante, Rabiot, Dembele, Griezmann, Thuram
Athugasemdir
banner
banner
banner