Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 21. júlí 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bernard á förum frá Everton
Brasilíumaðurinn Bernard er á förum frá Everton ef marka má heimildir Sky Sports.

Hann er í viðræðum við tvö félög í sameinuðu arabísku furstadæmunum og er annað félagið Sharjah.

Þessi 28 ára leikmaður er einn hæstlaunaðasti leikmaður Everton en hann kom á frjálsri sölu til enska félagsins frá Shakhtar Donetsk árið 2018.

Bernard byrjaði einungis tvo leiki á síðustu leiktíð og var nálægt því að fara til Al Nasr í Dúbaí í janúar.
Athugasemdir
banner