Nökkvi Þeyr Þórisson leikmaður St. Louis City í MLS deildinni í Bandaríkjunum hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leik liðsins gegn Sporting Kansas í nótt.
Hann kom St. Louis yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann batt endahnútinn á laglega skyndisókn. Þriðja mark hans í síðustu sex leikjum.
Hann má þó teljast heppinn að hafa ekki fengið rautt spjald áður en hann skoraði. Hann hafði fengið gult spjald á 34. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar steig hann hressilega á andstæðing sinn en fékk enga áminningu.
Sporting Kansas jafnaði metin þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma og þar við sat. Nökkvi var tekinn af velli á 84. mínútu.
Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City gerði 1-1 jafntefli gegn New York City. St. Louis er í 13. sæti með 23 stig eftir 25 leiki í Vesturdeildinni en Orlando er í 7. sæti Austurdeildar með 34 stig.
Sjáðu markið og brotið hjá Nökkva hér fyrir neðan.
Nökkvi Thórisson was close to a second yellow card but stuck with it to bury a gorgeous goal to give @stlCITYsc a 1-0 halftime lead against @SportingKC in the Capital Classic!
— Under The Arch Sports (@_UTASports) July 21, 2024
???? Apple and @MLS pic.twitter.com/v35lLuasSp
St. Louis City SC's Nökkvi Thórisson and his non-yellow card challenge on #SportingKC Nemanja Radoja.. pic.twitter.com/lDjlSHzxwY
— PJ Green (@ByPJGreen) July 21, 2024