Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júlí 2024 11:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nökkvi heppinn að fá ekki rautt áður en hann skoraði
Mynd: St. Louis City

Nökkvi Þeyr Þórisson leikmaður St. Louis City í MLS deildinni í Bandaríkjunum hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leik liðsins gegn Sporting Kansas í nótt.


Hann kom St. Louis yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann batt endahnútinn á laglega skyndisókn. Þriðja mark hans í síðustu sex leikjum.

Hann má þó teljast heppinn að hafa ekki fengið rautt spjald áður en hann skoraði. Hann hafði fengið gult spjald á 34. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar steig hann hressilega á andstæðing sinn en fékk enga áminningu.

Sporting Kansas jafnaði metin þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma og þar við sat. Nökkvi var tekinn af velli á 84. mínútu.

Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City gerði 1-1 jafntefli gegn New York City. St. Louis er í 13. sæti með 23 stig eftir 25 leiki í Vesturdeildinni en Orlando er í 7. sæti Austurdeildar með 34 stig.

Sjáðu markið og brotið hjá Nökkva hér fyrir neðan.


Athugasemdir