Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 21. september 2013 16:02
Alexander Freyr Tamimi
2. deild: KV upp um deild - Hafði betur en Grótta
KV er komið upp um deild.
KV er komið upp um deild.
Mynd: Aðsend
HK fagnaði því að komast upp í síðustu umferð.
HK fagnaði því að komast upp í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV er komið upp í 1. deild eftir 1-1 jafntefli gegn Gróttu í sannkölluðum úrslitaleik í 2. deidlinni.

Grótta varð að vinna leikinn til að fara upp á meðan KV dugði jafntefli.

Seltirningar byrjuðu vel og komust yfir strax á 8. mínútu. Hins vegar jafnaði Einar Bjarni Ómarsson metin úr vítaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist mark hans vera það síðasta í leiknum og Knattspyrnufélag Vesturbæjar spilar í 1. deild að ári.

Topplið HK, sem hafði þegar tryggt sig áfram, tapaði á Egilsstöðum gegn Hetti sem þegar var fallið.

Afturelding, sem var grátlega nærri því að komast upp í 1. deildina, kláraði tímabilið með sannfærandi 5-0 sigri gegn Ægi.

Úrslit og markaskorarar frá Úrslit.net:

KV 1 – 1 Grótta
0-1 Andri Gíslason (´8)
1-1 Einar Bjarni Ómarsson (´27, víti)

Hamar 1 – 0 Dalvík/Reynir
1-0 Sigurður Eyberg Guðlaugsson (´27)

Afturelding 5 - 0 Ægir
1-0 Elvar Ingi Vignisson ('15)
2-0 Alexander Aron Davorsson ('31)
3-0 Elvar Ingi Vignisson ('59)
4-0 Magnús Már Einarsson ('74)
5-0 Steinar Ægisson ('84)

Njarðvík 4 - 4 Reynir S
0-1 Hannes Kristinn Kristinsson ('2)
1-1 Þórður Rúnar Friðjónsson ('20)
2-1 Theodór Guðni Halldórsson ('22)
2-2 Birkir Freyr Sigurðsson ('43)
3-2 Guðmundur Steinarsson ('72)
3-3 Pétur Þór Jaidee ('82)
4-3 Theodór Guðni Halldórsson ('90)
4-4 Aron Örn Reynisson ('92)

Höttur 2 - 0 HK

ÍR 2 - 2 Sindri
Athugasemdir
banner
banner