Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 21. september 2019 17:08
Baldvin Már Borgarsson
Hallbera Gísla: Var orðin drullu pirruð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera var að vonum sátt eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með Val eftir 3-2 sigur gegn Keflavík.
Hallbera átti gríðarlega góðan leik í bakverðinum, skoraði fyrsta markið og lagði upp það þriðija.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Þú ert orðin Íslandsmeistari, hvernig líður þér?

„Mér líður bara fáránlega vel, þetta er búið að vera langt tímabil og pressa á okkur að vissu leyti og máttum ekki misstíga okkur. Það var ætlast til mikils af okkur og mér fannst við standa undir pressunni og klára þetta sannfærandi.''

Þú segir að þið klárið þetta sannfærandi, þið unnuð bara 3-2 gegn föllnu liði Keflavíkur, ertu sátt með hvernig leikurinn spilaðist?

„Nei ég var orðin drullu pirruð, ég viðurkenni það. Ég get samt alveg sagt þér það samt að það var engin hætta á að við værum að fara að tapa þessum leik. En það var smá spenna í þessu, en heilt yfir höfum við verið mjög sannfærandi í mótinu og erum besta liðið á landinu.''

Er öðruvísi að vinna titilinn í rauðu heldur en grænu?

„Nei það er ekkert öðruvísi, kannski er orðið svona langt síðan að maður vann titil síðast en þessi er bara ógeðslega sætur, mér fannst við þurfa að hafa meira fyrir þessum en oft áður svo ég verð að flokka þennan sem sætasta titilinn.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar ræðir Hallbera betur um leikinn, titilinn, pressuna á liðinu, reynsluna og kapphlaupið við Breiðablik.
Athugasemdir
banner
banner