Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 21. september 2019 17:08
Baldvin Már Borgarsson
Hallbera Gísla: Var orðin drullu pirruð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera var að vonum sátt eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með Val eftir 3-2 sigur gegn Keflavík.
Hallbera átti gríðarlega góðan leik í bakverðinum, skoraði fyrsta markið og lagði upp það þriðija.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Þú ert orðin Íslandsmeistari, hvernig líður þér?

„Mér líður bara fáránlega vel, þetta er búið að vera langt tímabil og pressa á okkur að vissu leyti og máttum ekki misstíga okkur. Það var ætlast til mikils af okkur og mér fannst við standa undir pressunni og klára þetta sannfærandi.''

Þú segir að þið klárið þetta sannfærandi, þið unnuð bara 3-2 gegn föllnu liði Keflavíkur, ertu sátt með hvernig leikurinn spilaðist?

„Nei ég var orðin drullu pirruð, ég viðurkenni það. Ég get samt alveg sagt þér það samt að það var engin hætta á að við værum að fara að tapa þessum leik. En það var smá spenna í þessu, en heilt yfir höfum við verið mjög sannfærandi í mótinu og erum besta liðið á landinu.''

Er öðruvísi að vinna titilinn í rauðu heldur en grænu?

„Nei það er ekkert öðruvísi, kannski er orðið svona langt síðan að maður vann titil síðast en þessi er bara ógeðslega sætur, mér fannst við þurfa að hafa meira fyrir þessum en oft áður svo ég verð að flokka þennan sem sætasta titilinn.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar ræðir Hallbera betur um leikinn, titilinn, pressuna á liðinu, reynsluna og kapphlaupið við Breiðablik.
Athugasemdir
banner