Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 21. september 2020 22:47
Kristófer Jónsson
Óttar Magnús um Venezia: Sárt að skilja við Víking í þessari stöðu
Óttar Magnús er á leið til Ítalíu
Óttar Magnús er á leið til Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson, framherji Víkings R., spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir félagið í 1-1 jafntefli gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Óttar er að ganga til liðs við Venezia í næst efstu deild á Ítalíu.

„Ég er svekktur að hafa ekki unnið þennan leik. Það er langt síðan að við unnum síðast og það hefði verið kærkomið að sækja þrjú stig, en því miður gekk það ekki í kvöld." sagði Óttar Magnús eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks en þá höfðu bæði lið fengið nokkur góð tækifæri til að skora.

„Við vorum að skapa mikið af færum en mér fannst við ekki hafa trú á því að boltinn sé að fara inn á síðasta þriðjungnum. Það vantar aðeins herslumuninn og trúnna en menn eru að leggja á sig og þetta fer að smella."

Það hefur legið í loftinu í einhvern tíma að Óttar sé á leið til Venezia og staðfesti hann það eftir leikinn í dag að hann muni fljúga til Ítalíu í þessari viku.

„Mér lýst mjög vel á það verkefni. Það er sárt að skilja við Víkinga í þessari stöðu og ég hefði viljað enda þetta betur. En ég fer út fullur sjálfstrausts og er mjög spenntur fyrir þessu." sagði Óttar um félagsskiptin.

Nánar er rætt við Óttar Magnús í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner