Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 21. september 2020 22:47
Kristófer Jónsson
Óttar Magnús um Venezia: Sárt að skilja við Víking í þessari stöðu
Óttar Magnús er á leið til Ítalíu
Óttar Magnús er á leið til Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson, framherji Víkings R., spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir félagið í 1-1 jafntefli gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Óttar er að ganga til liðs við Venezia í næst efstu deild á Ítalíu.

„Ég er svekktur að hafa ekki unnið þennan leik. Það er langt síðan að við unnum síðast og það hefði verið kærkomið að sækja þrjú stig, en því miður gekk það ekki í kvöld." sagði Óttar Magnús eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks en þá höfðu bæði lið fengið nokkur góð tækifæri til að skora.

„Við vorum að skapa mikið af færum en mér fannst við ekki hafa trú á því að boltinn sé að fara inn á síðasta þriðjungnum. Það vantar aðeins herslumuninn og trúnna en menn eru að leggja á sig og þetta fer að smella."

Það hefur legið í loftinu í einhvern tíma að Óttar sé á leið til Venezia og staðfesti hann það eftir leikinn í dag að hann muni fljúga til Ítalíu í þessari viku.

„Mér lýst mjög vel á það verkefni. Það er sárt að skilja við Víkinga í þessari stöðu og ég hefði viljað enda þetta betur. En ég fer út fullur sjálfstrausts og er mjög spenntur fyrir þessu." sagði Óttar um félagsskiptin.

Nánar er rætt við Óttar Magnús í spilaranum að ofan.
Athugasemdir