Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. október 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búlgarar búnir að finna nýjan þjálfara (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Búlgaría hefur ráðið nýjan lansliðsþjálfara en Krasimir Balakov sagði starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir leik Búlgaríu og Englands í undankeppni fyrir EM. Þar urðu stuðningsmenn búlgarska landsliðsins sér til skammar með nasista kveðjum og apahljóðum. Þurfti að stöðva þann leik í tvígang vegna hegðunnar stuðningsmanna.

Sjá einnig: Landsliðsþjálfari Búlgaríu segir af sér

Í dag var tilkynnt um að Georgi Dermendzhiev, fyrrum þjálfari Levski Sofia og Ludogorets, tæki við þjálfarastöðunni.

Dermendzhiev er 64 ára gamall og vann þrjá meistaratitla i röð með Ludogorets árin 2015-2017. Árið 2014 varð hann fyrsti stjórinn til að stýra búlgörsku liði til sigurs í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar Ludogorets sigraði Basel.

Einhverjar líkur eru á því að íslenska landsliðið mæti því búlgarska ef íslenska liðið þarf á umspili að halda til að komast á EM 2020.
Athugasemdir
banner
banner