Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. nóvember 2020 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Dýrkeypt mistök Ter Stegen í Madríd
Yannick Ferreira-Carrasco klobbaði Ter Stegen áður en hann skoraði
Yannick Ferreira-Carrasco klobbaði Ter Stegen áður en hann skoraði
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 1 - 0 Barcelona
1-0 Yannick Ferreira-Carrasco ('45 )

Atlético Madríd vann Barcelona 1-0 í spænsku deildinni í kvöld er liðin mættust á Wanda Metropolitano-leikvanginum. Þetta var þriðja tap Barcelona í deildinni á þessari leiktíð.

Yannick Ferreira-Carrasco skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Angel Correa átti sendingu á vinstri vænginn og þurfti Ferreira-Carrasco ekki að hafa mikið fyrir hlutunum því Marc-Andre Ter Stegen var mættur í skógarhlaup sem belgíski vængmaðurinn nýtti sér.

Hann klobbaði Ter Stegen og kom boltanum auðveldlega í netið og staðan 1-0 fyrir Atlético í hálfleik.

Clement Lenglet fékk tækifæri til að jafna leikinn þegar ellefu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en skalli hans fór beint á Jan Oblak í markinu. Í sömu sókn meiddist Gerard Pique, varnarmaður Börsunga, illa og þurfti að fara af velli.

Atlético fer upp í 2. sætið með sigrinum og er með 20 stig eða jafnmörg og Real Sociedad sem er á toppnum. Börsungar eru hins vegar í 10. sæti með aðeins 11 stig og útlitið ekki gott fyrir Koeman og hans menn.
Athugasemdir
banner
banner
banner