Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
banner
   fim 22. janúar 2026 09:30
Elvar Geir Magnússon
Gerrard segist leiður á tuðinu í Slot: Hættu að tala um þetta
Steven Gerrard er hér að spjalla við Nasser al-Khelaifi, forseta PSG.
Steven Gerrard er hér að spjalla við Nasser al-Khelaifi, forseta PSG.
Mynd: EPA
Liverpool hefur lent í vandræðum gegn varnarsinnuðum liðum.
Liverpool hefur lent í vandræðum gegn varnarsinnuðum liðum.
Mynd: EPA
Steven Gerrard segist leiður á því að hlusta á Arne Slot, stjóra Liverpool, tuða í viðtölum og kallar eftir því að hann fari að finna lausnir.

Eftir 3-0 sigurinn gegn Marseille í gær talaði Slot enn og aftur um það í viðtali að akkilesarhæll síns liðs væri að keppa á móti varnarsinnuðum liðum sem liggja aftarlega. Það væri ástæðan fyrir því hversu óstöðug frammistaða Liverpool væri búin að vera.

Hann breytir ekki uppleggi mótherjana
„Ég veit af hverju við erum ekki staðfastir og það hefur aðallega með það að gera þegar leikurinn er opinn. Það er allt annað en að spila gegn lágvörn. Þú getur ekki verið að bera það saman við leikinn í kvöld þegar bæði lið vilja pressa og spila úr vörninni. Ef við erum ósamkvæmir sjálfum okkur þá er það af því við erum að eiga í basli með lágvarnir,“ sagði Slot eftir leikinn í gær.

Gerrard, sem er goðsögn hjá Liverpool, var í sérfræðingateymi TNT Sports í útsendingunni frá Marseille.

„Hann verður að hætta að tala um lágblokkir. Lið hafa spilað aftarlega gegn Liverpool síðan ég var að spila og mörgum, mörgum árum á undan mér. Svona er þetta bara, lið munu gera allt sem þau geta til að reyna að stoppa Liverpool," segir Gerrard.

„Lykillinn er að finna lausnir. Hann er með leikmennina í það. Hann þarf að breyta þessum leikjum í sigra frekar en jafntefli. Leikaðferð mótherjana mun ekki breytast. Liverpool þarf að vera misunnarlaust og stóru leikmennirnir þurfa að taka af skarið."
Athugasemdir
banner
banner
banner