Arne Slot, stjóri Liverpool, var mjög ánægður með það sem hann sá frá liðinu í 3-0 sigrinum á Marseille í Meistaradeildinni í kvöld og stefnir á að koma liðinu beint í 16-liða úrslitin.
Frábært aukaspyrnumark Dominik Szoboszlai, frábær undirbúningur Jeremie Frimpong í öðru markinu og laglegt mark undir Cody Gakpo sendi Liverpool nær 16-liða úrslitunum.
„Þetta hefði getað orðið mun snúnara út af stuðningsmönnum þeirra en líka út af leikmönnunum og þjálfaranum. Við þurftum að vera upp á okkar besta og við vorum það. Við áttum að gera betur í skyndisóknum en við vorum mjög góðir á boltann. Við skoruðum þrjú og það verða allir mun jákvæðari en þegar við sköpum fimm færi og skorum bara eitt.“
„Við erum taplausir í þrettán leikjum í röð og aðeins verið undir í 54 mínútum af þessum leikjum. Við fengum færi snemma til að klára leikinn, en við verðskulduðum líklega þennan sigur. Við vorum ekki óheppnir eins og í mörgum öðrum leikjum á þessu tímabili.“
„Ég veit af hverju við erum ekki staðfastir og það hefur aðallega með það að gera þegar leikurinn er opinn. Það er allt annað en að spila gegn lágvörn. Þú getur ekki verið að bera það saman við leikinn í kvöld þegar bæði lið vilja pressa og spila úr vörninni. Ef við erum ósamkvæmir sjálfum okkur þá er það af því við erum að eiga í basli með lágvarnir,“ sagði Slot.
Liverpool getur tryggt sig í 16-liða úrslitin í lokaumferðinni þegar liðið tekur á móti Qarabag á Anfield, en Slot vill klára það dæmi til að forðast að fá aukaleiki í umspilinu.
„Fólk sér hópinn sem við erum með hér. Við erum með þrjá leikmenn sem eru frá vegna meiðsla og erum ekki með sömu stærð af hóp og keppinautar okkar hafa þannig það er mikilvægt að við séum ekki að fara spila þessa leiki,“ sagði Slot.
Athugasemdir



