Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mið 22. febrúar 2023 11:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klæmint Olsen skilinn eftir utan hóps í gær
Klæmint Olsen.
Klæmint Olsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyingurinn Klæmint Andrasson Olsen var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í tapinu óvænta gegn Leikni í Lengjubikarnum í gær.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er leikmaðurinn ekki að glíma við meiðsli og var einfaldlega ekki valinn í hóp að þessu sinni.

Klæmint, sem er bæði markahæstur í sögu færeysku úrvalsdeildarinnar og landsliðsins, kom til Blika á láni frá NSÍ Runavík undir lok síðasta árs. Hann þurfti að finna sér nýtt félag eftir að NSÍ féll úr færeysku úrvalsdeildinni.

Sóknarmaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur verið að leika frábærlega á undirbúningstímabilinu og hann byrjaði í gær. Eyþór Aron Wöhler var á bekknum og kom inn á sem varamaður.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var í viðtali eftir leik gegn FH á dögunum þar sem hann var spurður út í Klæmint:

„Ef það eru aðrir betri en hann þá situr hann á bekknum. Þetta er frammistöðu bransi, ég hef ekki enn séð þjálfara sem spilar ekki besta liðinu sínu og bestu leikmönnunum sínum. Við þurfum allir að gera það. Ef þú stendur þig vel þá spilar þú, ef þú stendur þig ekki jafnvel og næsti maður hliðina á þér þá spilar hann," sagði Óskar.

Leikmannahópurinn hjá Blikum er gríðarlega sterkur og stór fyrir komandi tímabil. Landi Klæmint, Patrik Johannessen, var ekki með í gær vegna meiðsla. Þá var Alex Freyr Elísson, sem var fenginn frá Fram í vetur, ekki á skýrslu annan leikinn í röð.
Óskar Hrafn: Erum á allt öðrum stað
Athugasemdir
banner
banner
banner