sun 22. maí 2022 11:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Goðsagnir Liverpool unnu United - Enginn vináttuleikur fyrir Evra
Mynd:

Goðsagnir Manchester United og Liverpool komu saman í gær á Old Trafford og söfnuðu 1.3 milljónum punda fyrir Manchester United Foundation.


Leiknum lauk með 3-1 sigri Liverpool. Mark Gonzalez sem lék með Liverpool tímabilið 2005/06 skoraði tvö og Luis Garcia skoraði eitt. Dimitar Berbatov skoraði mark United.

Kenny Dalglish þjálfaði lið Liverpool en menn á borð við Jamie Carragher, Dirk Kuyt og Jerzy Dudek spiluðu leikinn. Gary Neville, Berbatov og Jaap Stam voru meðal leikmanna United.

Nokkrir leikmenn United þurftu að hætta við á síðustu stundu. Meðal annars Paul Scholes og Dwight Yorke, þá var flugi Diego Forlan frestað. Patrice Evra var alls ekki sáttur eftir leikinn þar sem fáir englendingar voru mættir.

Sjálfur býr hann í Dubai.

„Ég bið stuðningsmennina afsökunnar. Ég veit að þetta er góðgerðarleikur en þetta eru erkifjendur. Það er aldrei vináttuleikur. Hvar eru ensku leikmennirnir?" Sagði Evra í viðtali við MUTV.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner