Atalanta og Bayer Leverkusen eigast við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar klukkan 19:00 á Aviva-leikvanginum í Dyflinni í kvöld.
Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen hafa ekki enn tapað leik á tímabilinu.
Liðið fór taplaust í gegnum þýsku deildina og á möguleika á að halda þessu ótrúlega gengi áfram er það mætir Atalanta í kvöld.
Leverkusen hefur einu sinni unnið keppnina en þá hét hún UEFA-bikarinn. Það gerðist tímabilið 1987-1988. Liðið fékk þá silfur í Meistaradeild Evrópu árið 2002.
Þetta verður hins vegar fyrsta sinn sem Atalanta er í úrslitaleik í Evrópukeppni.
Leikur dagsins:
19:00 Atalanta - Leverkusen
Athugasemdir