Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo byrjar á bekknum hjá Manchester United gegn Liverpool í kvöld.
Ronaldo er óánægður í herbúðum Man Utd og hefur verið að vinna í því í allt sumar að komast frá félaginu. Það styttist í annan endann á ferlinum hjá Ronaldo og hann vill spila í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
United hefur hingað til ekki viljað selja hann, en hann byrjar á bekknum í kvöld eftir dapra frammistöðu gegn Brentford um síðustu helgi.
Ronaldo tók því rólega í upphitun og heilsaði upp á fyrrum liðsfélaga sína, Gary Neville og Roy Keane, sem eru að starfa fyrir Sky Sports í kringum leikinn í kvöld.
Hann hundsaði hins vegar Jamie Carragher, fyrrum varnarmann Liverpool. Carragher hefur talað manna hæst um það að kaup Man Utd á Ronaldo hafi verið mistök - hann geri liðið verra út af lélegu vinnuframlagi og öðru.
Jamie Carragher caught airtime from Cristiano Ronaldo 👀
— utdreport (@utdreport) August 22, 2022
via @footballdaily pic.twitter.com/DdO9OcIUpZ
Athugasemdir




