Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   mán 22. ágúst 2022 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man Utd og Liverpool: Maguire og Ronaldo úr liðinu
Það er stórleikur í kvöld er erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool eigast við.

Bæði þessi lið hafa farið illa af stað, Man Utd er á botninum án stiga og Liverpool fyrir neðan miðja deild með tvö stig eftir tvo leiki.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, var virkilega ósáttur eftir 4-0 tapið gegn Brentford um síðustu helgi. Hann gerir fjórar breytingar frá þeim skelfilega leik hjá liðinu.

Cristiano Ronaldo og fyrirliðinn Harry Maguire fara á bekkinn. Það gera Luke Shaw og Fred einnig.

Hjá Liverpool vekur það athygli að Fabinho er á bekknum en Roberto Firmino kemur aftur inn í byrjunarliðið eftir meiðsli. Þá byrjar Joe Gomez í hjarta varnarinnar.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Malacia, McTominay, Eriksen, Fernandes, Sancho, Elanga, Rashford.
(Varamenn: Heaton, Maguire, Ronaldo, Martial, Fred, Shaw, Wan-Bissaka, Van De Beek, Garnacho)

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Elliott, Milner, Henderson, Salah, Diaz, Firmino.
(Varamenn: Adrian, Davies, Carvalho, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Tsimikas, Clark, Phillips)
Athugasemdir
banner
banner