Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Tekur Van de Beek stöðuna af Pogba?
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
„Ég get séð fyrir mér að Donny van de Beek verði kominn í byrjunarliðið áður en langt um líður," sagði Gunnar Ormslev, lýsandi á Síminn sport, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

De Beek kom til United frá Ajax í sumar. Hann kom inn á fyrir Paul Pogba um miðbik síðari hálfleiks gegn Crystal Palace um helgina og stimplaði sig inn með marki.

„Paul Pogba var ekki sannfærandi í þessum leik og var að gefa boltann ítrekað frá sér á miðjusvæðinu. Þolinmæðin á örugglega eftir að renna út á einhverjum tímapunkti ef Paul Pogba verður ekki gæinn sem sýnir að hann ætli að bera liðið á herðum sér þá gæti ég alveg séð það að hann fari á bekkinn eftir 3-4 vikur og Van de Beek komi inn," sagði Gunnar.

Hlynur Valsson sagði: „Hann spilaði Matic mikið, sérstaklega eftir Covid hléið. Scott McTominay var mikið á bekknum en núna er hann kominn í liðið. Bruno Fernandes verður alltaf í sinni stöðu en þetta er spurning um þessa tvo menn fyrir aftan."

Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið.
Enski boltinn - Markaregn og Liverpool á flugi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner